Samfélagsmiðlar

Sjónarmiðum Íslendinga enn vísað kurteislega á bug

Í svari sínu til forsætisráðherra kýs forseti framkvæmdastjórnar ESB að horfa framhjá mikilvægi tengiflugs fyrir Icelandair, Play og Keflavíkurflugvöll. Bréfið frá Brussel var reyndar sent í lok ágúst í fyrra og þarf því ekki að endurspegla viðhorf eða stöðu mála í dag.

Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB.

Íslenskir ráðamenn og erindrekar hafa síðustu misseri reynt að vekja athygli forsvarsfólks Evrópusambandsins á að nýsamþykktar auknar álögur á flugumferð, til að draga úr losun gróðurhúsalofttengunda, gætu haft mjög neikvæð áhrif á samgöngur til og frá Íslandi. Með breytingunni myndi samkeppnisstaða íslenskra flugfélaga versna því hærri mengunarkostnaður myndi leggjast þyngra á Icelandair og Play en þau flugfélög sem fljúga beint yfir Norður-Atlantshafið.

Tilgangur hinna nýju reglna er meðal annars að beina fólki að öðrum ferðamátum: lestarferðum og öðrum almenningssamgöngum, í staðinn fyrir flug.

Til marks um alvarleika málsins, að mati íslenskra stjórnvalda, þá sendi Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, bréf til evrópskra ráðamanna í fyrra þar sem hún lýsti „þungum áhyggjum“ af áhrifum þessara tillagna á eyríki sem reiða sig algerlega flugsamgöngur.

Einnig kom forsætisráðherra því á framfæri að fyrrnefndar tillögur muni hafa neikvæðari áhrif á verð á Íslandsflugi en annað Evrópuflug. Engu að síður voru reglurnar samþykktar af aðildarríkjum ESB líkt og Túristi greindi frá í janúar. Í framhaldinu hófu aðrir íslenskir fjölmiðlar umfjöllun um málið.

Þá óskaði Fréttablaðið eftir afriti af svari Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar ESB, við bréfi forsætisráðherra og fékk blaðið það afhent í gær. Í framhaldinu var birt frétt á heimasíðu Fréttablaðsins um innihaldið en þar kom ekki fram hversu gamalt bréfið væri.

Túristi bað því um líka um afrit frá forsætisráðuneytinu og fékk það sent um hæl. Þá kemur í ljós að bréfið er 7 mánaða gamalt, skrifað 23. ágúst. Það var fyrst í desember sl. sem Evrópuþingið samþykkti þessar hertu aðgerðir.

Bréfið sem nú hefur verið birt var sent frá Brussel þann 23. ágúst í fyrra.

Í bréfi forseta framkvæmdastjórnar ESB til forsætisráðherra segir að hinar nýju reglur séu aðeins viðbætur við kerfi sem sett var á laggirnar árið 2012 í þeim tilgangi að draga úr losun. Samkvæmt því kerfi fá flugfélög úthlutaðan ákveðinn fjölda losunarheimilda gjaldfrjálst en þurfa að greiða fyrir alla mengun umfram það. Hjá Icelandair hafa gjafaheimildirnar numið um þriðjungi af allri losun félagsins innan evrópskrar lofthelgi.

Nýju reglurnar, sem Evrópuþingið samþykkti í árslok 2022, kveða á um að hætt verði úthlutun gjafaheimilda og einnig verði gerð aukin krafa um notkun sjálfbærs eldsneytis. Í svari Ursulu von der Leyen segir meðal annars að Ísland sé í einstakri stöðu til framleiðslu á þess háttar eldsneyti þar sem raforkuframleiðsla hér á landi losi minna af gróðurhúsalofttegundunum en víða annars staðar.

Sérstaða Íslands ekki endilega fólgin í rekstri tengistöðvar

Forseti framkvæmdastjórnar ESB gefur í raun lítið fyrir áhyggjur íslenskra stjórnvalda um að strangari reglur verði til þess að losun frá flugi muni færast til, frá íslenskum flugfélögum sem þurfa að millilenda á Keflavíkurflugvelli og til þeirra sem fljúga beint milli Evrópu og Norður-Ameríku.

Um þetta atriði segir Ursula von der Leyen að kerfið sé þannig uppbyggt að það mismuni ekki flugfélögum sem fljúga sömu flugleið. Þar með sé tryggt að losunin færist í raun ekki frá einu svæði yfir á annað. Forseti framkvæmdastjórnar ESB bætir því við að flugfélög hafi búið við þetta kerfi í áratug og þarna sé því ekkert nýtt af nálinni.

Óhætt er að segja að með þessu svari kjósi forseti framkvæmdastjórar ESB að horfa ekki til þess að rekstur íslenskra flugfélaga og Keflavíkurflugvallar byggir á tengiflugi milli Norður-Ameríku og Evrópu. Icelandair og Play fljúga aldrei sömu flugleið og keppinautarnir yfir Atlantshafið. Íslensku félögin millilenda hér á meðan hin fara oftast beint á milli áfangastaða.

Staða Keflavíkurflugvallar sem skiptistöðvar, fyrir farþega á leið milli Norður-Ameríku og Evrópu, er því ekki tekin með inn í myndina í svari Ursulu von der Leyen.

Nýtt efni

Ferðamönnum hefur fjölgað í friðlandi Hornstranda eins og víðar á landinu, áætlað er að um 10.500 manns hafi haldið í friðlandið síðasta sumar, sem var tölvuverð aukning frá sumrinu þar á undan, 2022. Ólíkt mörgum öðrum ferðamannastöðum er ekki ætlunin að auka mikið við innviði til að bregðast við auknum fjölda„Hlutverk ferðamannsins er að aðlagast …

Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play, hefur óskað eftir að láta af störfum. Hann mun sinna stöðunni þar til eftirmaður hans tekur við að því segir í tilkynningu. Ólafur Þór tók við fjármálasviði Play eftir að Þóra Eggertsdóttir „ákvað að segja skilið við félagið" í október 2022. Hún hafði þá gegnt stöðu fjármálastjóra allt frá …

Hjá erlendum hagstofum lenda íslenskir ferðamenn oft í flokknum „aðrir" þegar gefnar eru út tölur um gistinætur á hótelum. Þannig er það þó ekki í þýsku höfuðborginni og samkvæmt nýjustu tölum þaðan keyptu íslenskir gestir 5.530 gistinætur á hótelum í Berlín í janúar og febrúar. Þetta er meira en tvöföldun frá sama tíma í fyrra …

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …