Samfélagsmiðlar

Keflavíkurflug frá Akureyri freistar ekki íslensku flugfélaganna

Frá og með vorinu geta Norðlendingar ekki lengur flogið beint frá Akureyri til Keflavíkurflugvallar og þaðan út í heim. Á sama tíma geta ferðamenn ekki farið norður strax við komuna til landsins.

flugvel innanlands isavia

Undanfarið ár hefur Air Iceland Connect boðið upp á beint flug frá Akureyri til Keflavíkurflugvallar en það er aðeins opið þeim sem eru á leið í eða úr millilandaflugi. Þessi flugleið verður hins vegar lögð niður í maí enda hefur eftirspurnin ekki reynst nægjanleg. Í kjölfar fréttar Túrista um málið hafði RÚV það eftir Arnheiði Jóhannsdóttur, framkvæmdastjóra Markaðsstofu Norðurlands, að það væru vonbrigði að flugið leggðist af og að næsta skref væri er að leita annarra aðila sem eru tilbúnir í þetta verkefni.

Af svörum forsvarsmanna flugfélaganna Ernis, WOW og Norlandair að dæma þá er ekki líklegt að þeir ætli að taka við keflinu frá Air Iceland Connect. Ásgeir Örn Þorsteinsson hjá flugfélaginu Ernir segir, í svari til Túrista, að engar formlegar viðræður séu um flug milli Akureyrar og Keflavíkur og ekkert í farvatninu að gera slíkt. Málið mun ekki vera til skoðunar hjá WOW air samkvæmt Svanhvíti Friðriksdóttur og Friðrik Adólfson hjá Norlandair segir að þar á bæ sé alltaf áhugi á nýjum leiðum en flugfloti fyrirtækisins henti ekki svona flugi eins og staðan er í dag.

Það stefnir því í að eina innanlandsleiðin frá Keflavíkurflugvelli heyri brátt sögunni til en líkt og Túristi hefur áður fjallað um þá er leit að annarri alþjóðlegri flughöfn sem gerir farþegum ekki kleift að tengja saman millilanda- og innanlandsflug. Þess háttar þjónusta nýtist ekki aðeins heimamönnum heldur líka ferðafólki. Þannig hafði Túristi það eftir forsvarsfólki ferðaþjónustunnar á hinum Norðurlöndunum að þessar flugtengingar væru mjög mikilvægar fyrir atvinnugreinina og þá helst í dreifðari byggðum. En með styrkingu íslensku krónunnar hefur Ísland orðið dýrari áfangastaður og teikn á lofti um að ferðamenn dvelji hér styttri tíma og fari síður út á landi líkt og kom m.a. fram í máli Boga Nils Bogasonar, fjármálastjóra Icelandair Group, á mánudag þegar ársuppgjör fyrirtækisins fyrir 2017 var kynnt.

Til marks um hversu mikil umsvif innanlandsflugsins eru á stærstu flugvöllum Norðurlanda má nefna að í janúar sl. var nærri helmingur farþega á Óslóarflugvelli á leið í innanlandsflug og 3 af hverjum 10 sem nýta sér þær áætlunarferðir eru á leið í eða að koma úr millilandaflugi. Svo hátt yrði hlutfallið ólíklega hér á landi enda Noregur mun stærra land og fjarlægðirnar meiri. En þó gæti markaðurinn verið töluverður ef flugferðirnar væru tíðari og til fleiri áfangastaða. Sem dæmi má nefna að á hefðbundnum febrúardegi koma hingað til lands hátt í 6 þúsund erlendir ferðamenn og ef aðeins 1% þeirra hefði áhuga á að fljúga beint út á land við komuna til landsins þá færi það langt með að fylla stærri gerðina af Bombardier flugvélunum sem Air Iceland Connect notar.

Heimamenn á Akureyri, sem hafa síðastliðið ár getað flogið beint frá Akureyri í morgunsárið og verið komnir til Evrópu um hádegi, verða núna að leggja í hann daginn áður og gista í höfuðborginni til að ná morgunflugi frá Keflavíkurflugvelli.

Nýtt efni

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …

Allt þar til að Boeing Max krísan hófst, í ársbyrjun 2019, framleiddi Boeing fleiri þotur en keppinauturinn, Airbus. Kyrrsetningar og endurteknir framleiðslugallar hafa hins vegar orðið til þess að hægt hefur á framleiðslunni í verksmiðlum Boeing og eftirspurnin minnkað. Í fyrra framleiddi Airbus 735 þotur en Boeing 528 og mun bilið að öllu óbreyttu breikka …

Fataverslunin Húrra Reykjavík opnar í brottfararsal Keflavíkurflugvallar í vor og verður þar boðið upp á úrval af fatnaði og skóm frá vinsælum vörumerkjum fyrir farþega á leið úr landi. „Við erum að stíga stór skref með opnun þessarar nýju og glæsilegu verslunar, sem á sér stað í tilefni af 10 ára afmæli fyrirtækisins. Þetta er …

MYND: ÓJ

„Þetta er ein heitasta gjafavara Íslands, það get ég sagt fullum fetum. Seljum mikið á netinu hjá okkur út um allan heim,“ segir Baldur Ólafsson, markaðsstjóri Bónus, við fyrirspurn FF7 um vinsældir burðarpoka Bónus meðal ferðamanna.  Áberandi er við verslanir Bónus í miðborginni að ferðamenn kaupa þar gjarnan marga burðarpoka úr endurefni efni sem skarta …

Koffínlausar kaffibaunir eru hefðbundnar kaffibaunir þar sem beiskjuefnið og örvandi hlutinn koffín hefur verið fjarlægt. Útbreiddasta og ódýrasta ferlið við að losa baunirnar við koffínið er hins vegar orðið umdeilt þar sem efnasambönd sem við það eru notuð eru nú tengd við ýmsa heilsufarskvilla.Hægt er að beita nokkrum aðferðum við að losa kaffibaunir við koffín. …

Þrjátíu og átta trilljónir er tala sem er svolítið erfitt að skilja. Trilljón er notað í Bandaríkjunum yfir það sem við Íslendingar köllum billjón, og billjón er þúsund milljarðar, eða milljón milljónir. Á núverandi gengi eru 38 trilljónir Bandaríkjadala sama og 5.320 billjónir íslenskra króna, eða 5,3 milljón milljarðar.  Það er gott að hafa þetta …

Borgaryfirvöld í Lissabon hafa samþykkt að hækka gistináttagjald úr 2 í 4 evrur. Gjaldtaka nær ekki til tjaldstæða. Þá hefur komugjald á skipafarþega verið hækkað úr 1 í 2 evrur. Tillaga um að hækka það gjald í 4 evrur var felld.  Lusa-fréttastofan hefur eftir Carlos Moedas, borgarstjóra, að það sé „sanngjarnt fyrir borgina og íbúa …