Samfélagsmiðlar

Keflavíkurflug frá Akureyri freistar ekki íslensku flugfélaganna

Frá og með vorinu geta Norðlendingar ekki lengur flogið beint frá Akureyri til Keflavíkurflugvallar og þaðan út í heim. Á sama tíma geta ferðamenn ekki farið norður strax við komuna til landsins.

flugvel innanlands isavia

Undanfarið ár hefur Air Iceland Connect boðið upp á beint flug frá Akureyri til Keflavíkurflugvallar en það er aðeins opið þeim sem eru á leið í eða úr millilandaflugi. Þessi flugleið verður hins vegar lögð niður í maí enda hefur eftirspurnin ekki reynst nægjanleg. Í kjölfar fréttar Túrista um málið hafði RÚV það eftir Arnheiði Jóhannsdóttur, framkvæmdastjóra Markaðsstofu Norðurlands, að það væru vonbrigði að flugið leggðist af og að næsta skref væri er að leita annarra aðila sem eru tilbúnir í þetta verkefni.

Af svörum forsvarsmanna flugfélaganna Ernis, WOW og Norlandair að dæma þá er ekki líklegt að þeir ætli að taka við keflinu frá Air Iceland Connect. Ásgeir Örn Þorsteinsson hjá flugfélaginu Ernir segir, í svari til Túrista, að engar formlegar viðræður séu um flug milli Akureyrar og Keflavíkur og ekkert í farvatninu að gera slíkt. Málið mun ekki vera til skoðunar hjá WOW air samkvæmt Svanhvíti Friðriksdóttur og Friðrik Adólfson hjá Norlandair segir að þar á bæ sé alltaf áhugi á nýjum leiðum en flugfloti fyrirtækisins henti ekki svona flugi eins og staðan er í dag.

Það stefnir því í að eina innanlandsleiðin frá Keflavíkurflugvelli heyri brátt sögunni til en líkt og Túristi hefur áður fjallað um þá er leit að annarri alþjóðlegri flughöfn sem gerir farþegum ekki kleift að tengja saman millilanda- og innanlandsflug. Þess háttar þjónusta nýtist ekki aðeins heimamönnum heldur líka ferðafólki. Þannig hafði Túristi það eftir forsvarsfólki ferðaþjónustunnar á hinum Norðurlöndunum að þessar flugtengingar væru mjög mikilvægar fyrir atvinnugreinina og þá helst í dreifðari byggðum. En með styrkingu íslensku krónunnar hefur Ísland orðið dýrari áfangastaður og teikn á lofti um að ferðamenn dvelji hér styttri tíma og fari síður út á landi líkt og kom m.a. fram í máli Boga Nils Bogasonar, fjármálastjóra Icelandair Group, á mánudag þegar ársuppgjör fyrirtækisins fyrir 2017 var kynnt.

Til marks um hversu mikil umsvif innanlandsflugsins eru á stærstu flugvöllum Norðurlanda má nefna að í janúar sl. var nærri helmingur farþega á Óslóarflugvelli á leið í innanlandsflug og 3 af hverjum 10 sem nýta sér þær áætlunarferðir eru á leið í eða að koma úr millilandaflugi. Svo hátt yrði hlutfallið ólíklega hér á landi enda Noregur mun stærra land og fjarlægðirnar meiri. En þó gæti markaðurinn verið töluverður ef flugferðirnar væru tíðari og til fleiri áfangastaða. Sem dæmi má nefna að á hefðbundnum febrúardegi koma hingað til lands hátt í 6 þúsund erlendir ferðamenn og ef aðeins 1% þeirra hefði áhuga á að fljúga beint út á land við komuna til landsins þá færi það langt með að fylla stærri gerðina af Bombardier flugvélunum sem Air Iceland Connect notar.

Heimamenn á Akureyri, sem hafa síðastliðið ár getað flogið beint frá Akureyri í morgunsárið og verið komnir til Evrópu um hádegi, verða núna að leggja í hann daginn áður og gista í höfuðborginni til að ná morgunflugi frá Keflavíkurflugvelli.

Nýtt efni

Gengi hlutabréfa í Icelandair hefur lækkað um helming síðastliðna 12 mánuði og þar af um nærri fjórðung frá áramótum. Fyrir helgi fór gengið niður í 1,03 kr. og markaðsvirði félagsins er núna 42,3 milljarðar. Eftir heimsfaraldur hefur það hæst farið upp í 95 milljarða króna en það var í júlí síðastliðnum. Á síðasta áratug náðu …

Ferðamönnum hefur fjölgað í friðlandi Hornstranda eins og víðar á landinu, áætlað er að um 10.500 manns hafi haldið í friðlandið síðasta sumar, sem var tölvuverð aukning frá sumrinu þar á undan, 2022. Ólíkt mörgum öðrum ferðamannastöðum er ekki ætlunin að auka mikið við innviði til að bregðast við auknum fjölda„Hlutverk ferðamannsins er að aðlagast …

Hjá erlendum hagstofum lenda íslenskir ferðamenn oft í flokknum „aðrir" þegar gefnar eru út tölur um gistinætur á hótelum. Þannig er það þó ekki í þýsku höfuðborginni og samkvæmt nýjustu tölum þaðan keyptu íslenskir gestir 5.530 gistinætur á hótelum í Berlín í janúar og febrúar. Þetta er meira en tvöföldun frá sama tíma í fyrra …

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play, hefur óskað eftir að láta af störfum. Hann mun sinna stöðunni þar til eftirmaður hans tekur við að því segir í tilkynningu. Ólafur Þór tók við fjármálasviði Play eftir að Þóra Eggertsdóttir „ákvað að segja skilið við félagið" í október 2022. Hún hafði þá gegnt stöðu fjármálastjóra allt frá …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …