Samfélagsmiðlar

Telur keppinautana selja farmiða undir kostnaðarverði

Það er offramboð á sætaferðum til og frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar og verðlagið ekki sjálfbært að mati Kynnisferða sem eiga og reka Flugrútuna.

flugrutan

Flugrútan hefur lengsta reynslu af sætaferðum milli Keflavíkurflugvallar og Leifsstöðvar. Í dag er verðskrá fyrirtækisins nokkru hærri en samkeppnisaðilanna.

Á meðan stjórnendur Hópbíla/Airport Direct og Gray Line/Airport Express hafa lækkað farmiða í sætaferðir sínar til og frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar umtalsvert þá halda Kynnisferðir/Flugrútan fast í sitt verð líkt og Túristi greindi frá í gær. Ódýrustu miðarnir hjá þeim fyrrnefndu fást núna á tæpar 2 þúsund krónur en farið með Flugrútunni er um helmingi dýrara eða 2.999 krónur. Ef keyptir eru miðar báðar leiðir er munurinn minni.

„Við höfum ekki orðið vör við verulega neikvæð áhrif á sölu þrátt fyrir mikla samkeppni,“ segir Engilbert Hafsteinsson, rekstrarstjóri sölu- og markaðssviðs Kynnisferða, aðspurður um verðstefnu keppinautanna. „Við getum ekki svarað fyrir það hvort rekstur hjá öðrum sé sjálfbær eða undir kostnaðarverði en miðað við þau gjöld sem ISAVIA rukkar, launakostnað og olíuverð þá myndi ég áætla að verð samkeppnisaðilanna sé undir kostnaðarverði og reksturinn því ekki sjálfbær. Það er jafnframt okkar mat að offramboð sé á sætaferðum milli Keflavíkurflugvallar og höfuðborgarinnar og það muni draga úr framboðinu í náinni framtíð.“

Engilbert segir áhersluna hjá Kynnisferðum vera á að veita góðu þjónustu gegn sanngjörnu verði miðað við það rekstrarumhverfi sem fyrirtækið starfi í. Verðskrá Flugrútunnar sé þó ávallt til skoðunar bætir hann við. Í því samhengi má benda á að farmiðaverðið hjá fyrirtækinu hækkaði tvisvar sinnum á stuttu millibili, fyrst haustið 2017 og aftur í byrjun síðasta árs. Sú hækkun rakin til aukins kostnaðar í kjölfar útboðs Isavia á aðstöðu við Leifsstöð sem haldið var sumarið 2017. Þar var farið fram á að rútufyrirtækin byðu Isavia hlutdeild í tekjum sínum af sætaferðum frá Leifsstöð auk fastrar leigu á stæðum og aðstöðu í flugstöðinni.

Kynnisferðir áttu hæsta tilboðið og greiða í dag 41,2% af tekjum Flugrútunnar á þessari leið til Isavia. Hópbílar voru með næst hæsta  tilboðið og fær Isavia þriðjung af þeirra tekjum. Gray Line bauð lægra hlutfall og missti í kjölfarið aðstöðuna beint fyrir framan komusal flugstöðvarinnar fluttist yfir á sérstakt fjarstæði. Gjaldheimta Isavia á því stæði var stöðvuð tímabundið af Samkeppniseftirlitinu sem er ennþá með málið til skoðunar.

Allt frá því að akstur hófst samkvæmt skilmálum útboðsins þann 1. mars sl. þá hafa fyrirtækin þrjú haldið úti ferðum í tengslum við allar komur og brottfarir farþegaflugvéla frá Keflavíkurflugvelli. Athugun Túrista í sumar leiddi í ljós að sætanýtingin í ferðir félaganna var mjög misjöfn.

Nýtt efni

Gengi hlutabréfa í Icelandair hefur lækkað um helming síðastliðna 12 mánuði og þar af um nærri fjórðung frá áramótum. Fyrir helgi fór gengið niður í 1,03 kr. og markaðsvirði félagsins er núna 42,3 milljarðar. Eftir heimsfaraldur hefur það hæst farið upp í 95 milljarða króna en það var í júlí síðastliðnum. Á síðasta áratug náðu …

Ferðamönnum hefur fjölgað í friðlandi Hornstranda eins og víðar á landinu, áætlað er að um 10.500 manns hafi haldið í friðlandið síðasta sumar, sem var tölvuverð aukning frá sumrinu þar á undan, 2022. Ólíkt mörgum öðrum ferðamannastöðum er ekki ætlunin að auka mikið við innviði til að bregðast við auknum fjölda„Hlutverk ferðamannsins er að aðlagast …

Hjá erlendum hagstofum lenda íslenskir ferðamenn oft í flokknum „aðrir" þegar gefnar eru út tölur um gistinætur á hótelum. Þannig er það þó ekki í þýsku höfuðborginni og samkvæmt nýjustu tölum þaðan keyptu íslenskir gestir 5.530 gistinætur á hótelum í Berlín í janúar og febrúar. Þetta er meira en tvöföldun frá sama tíma í fyrra …

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play, hefur óskað eftir að láta af störfum. Hann mun sinna stöðunni þar til eftirmaður hans tekur við að því segir í tilkynningu. Ólafur Þór tók við fjármálasviði Play eftir að Þóra Eggertsdóttir „ákvað að segja skilið við félagið" í október 2022. Hún hafði þá gegnt stöðu fjármálastjóra allt frá …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …