Samfélagsmiðlar

Telur keppinautana selja farmiða undir kostnaðarverði

Það er offramboð á sætaferðum til og frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar og verðlagið ekki sjálfbært að mati Kynnisferða sem eiga og reka Flugrútuna.

flugrutan

Flugrútan hefur lengsta reynslu af sætaferðum milli Keflavíkurflugvallar og Leifsstöðvar. Í dag er verðskrá fyrirtækisins nokkru hærri en samkeppnisaðilanna.

Á meðan stjórnendur Hópbíla/Airport Direct og Gray Line/Airport Express hafa lækkað farmiða í sætaferðir sínar til og frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar umtalsvert þá halda Kynnisferðir/Flugrútan fast í sitt verð líkt og Túristi greindi frá í gær. Ódýrustu miðarnir hjá þeim fyrrnefndu fást núna á tæpar 2 þúsund krónur en farið með Flugrútunni er um helmingi dýrara eða 2.999 krónur. Ef keyptir eru miðar báðar leiðir er munurinn minni.

„Við höfum ekki orðið vör við verulega neikvæð áhrif á sölu þrátt fyrir mikla samkeppni,“ segir Engilbert Hafsteinsson, rekstrarstjóri sölu- og markaðssviðs Kynnisferða, aðspurður um verðstefnu keppinautanna. „Við getum ekki svarað fyrir það hvort rekstur hjá öðrum sé sjálfbær eða undir kostnaðarverði en miðað við þau gjöld sem ISAVIA rukkar, launakostnað og olíuverð þá myndi ég áætla að verð samkeppnisaðilanna sé undir kostnaðarverði og reksturinn því ekki sjálfbær. Það er jafnframt okkar mat að offramboð sé á sætaferðum milli Keflavíkurflugvallar og höfuðborgarinnar og það muni draga úr framboðinu í náinni framtíð.“

Engilbert segir áhersluna hjá Kynnisferðum vera á að veita góðu þjónustu gegn sanngjörnu verði miðað við það rekstrarumhverfi sem fyrirtækið starfi í. Verðskrá Flugrútunnar sé þó ávallt til skoðunar bætir hann við. Í því samhengi má benda á að farmiðaverðið hjá fyrirtækinu hækkaði tvisvar sinnum á stuttu millibili, fyrst haustið 2017 og aftur í byrjun síðasta árs. Sú hækkun rakin til aukins kostnaðar í kjölfar útboðs Isavia á aðstöðu við Leifsstöð sem haldið var sumarið 2017. Þar var farið fram á að rútufyrirtækin byðu Isavia hlutdeild í tekjum sínum af sætaferðum frá Leifsstöð auk fastrar leigu á stæðum og aðstöðu í flugstöðinni.

Kynnisferðir áttu hæsta tilboðið og greiða í dag 41,2% af tekjum Flugrútunnar á þessari leið til Isavia. Hópbílar voru með næst hæsta  tilboðið og fær Isavia þriðjung af þeirra tekjum. Gray Line bauð lægra hlutfall og missti í kjölfarið aðstöðuna beint fyrir framan komusal flugstöðvarinnar fluttist yfir á sérstakt fjarstæði. Gjaldheimta Isavia á því stæði var stöðvuð tímabundið af Samkeppniseftirlitinu sem er ennþá með málið til skoðunar.

Allt frá því að akstur hófst samkvæmt skilmálum útboðsins þann 1. mars sl. þá hafa fyrirtækin þrjú haldið úti ferðum í tengslum við allar komur og brottfarir farþegaflugvéla frá Keflavíkurflugvelli. Athugun Túrista í sumar leiddi í ljós að sætanýtingin í ferðir félaganna var mjög misjöfn.

Nýtt efni

Það er stundum margt um ferðamanninn á Skólavörðustíg og á Laugavegi. Einhverjir tuða vegna þessa, segjast vilja endurheimta miðborgina, en fleiri gera sér grein fyrir því að ferðamenn hafa glætt miðborgina nýju lífi. Það er svo annað mál að ferðamannafjöldi leiðir gjarnan til einhæfni í þjónustu: Ferðamannamenn í miðborginni - MYND: ÓJ Minjagripaverslunum fjölgar óhæfilega, …

Kynnisferðir hf. hagnaðist um rúmlega 1,3 milljarða króna á síðasta ári og tvöfaldaðist hann á milli ára. Tekjur félagsins námu 14,5 milljörðum króna og jukust um 30 prósent frá í fyrra. „Við erum afar stolt af þeim árangri sem náðist í rekstri félagsins á síðasta ári þrátt fyrir hátt vaxtastig og aðrar krefjandi ytri aðstæður. …

Joe Biden, Bandaríkjaforseti, og ríkisstjórn hans með Janet Yellen, fjármálaráðherra, fremsta í flokki, hafa nú kynnt fyrstu opinberu leiðbeiningarnar fyrir markað með kolefniseiningar þar í landi. Leiðbeininginum er ætlað auka líkurnar á því að kolefniseiningar sem ganga kaupum og sölum séu af nægilegum gæðum og að verkefnin sem liggi þeim til grundvallar skili raunverulegum árangri, …

„Fyrir þessa aðgerð voru rúmlega 800 manns í störfum sem ekki eru flugtengd og uppsagnirnar náðu eingöngu til þeirra," segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, en fyrirtækið samdi í dag um starfslok 82 starfsmanna. Uppsagnirnar náðu ekki til áhafna líkt og FF7 hafði áður greint frá. „Eins og við höfum sagt þá var árið …

Ráðuneyti viðskipta og sjávarútvegsmála í Noregi kynnti fyrir tveimur árum drög að frumvarpi um að þarlendir kjarasamningar og reglur um aðbúnað næðu líka til áhafna erlendra skipa sem færu um norska lögsögu. Litið yrði svo á að um leið og erlent skip færi inn fyrir norska lögsögu giltu um það sömu reglur og alla innlenda …

Fjárfestar lögðu Play til 4,6 milljarða króna í hlutafjárútboði félagsins sem lauk þann 11. apríl síðastliðinn. Í kjölfarið urðu töluverðar breytingar á hópi stærstu hluthafa félagsins. Nú er lífeyrissjóðurinn Birta stærsti einstaki hluthafinn en samanlagt fara sjóðir á vegum Íslandssjóða fyrir enn stærri hlut. Meðal nýrra stórra hluthafa er félag í eigu Einars Sveinssonar og …

Icelandair sagði í dag upp 82 starfsmönnum en um er að ræða starfsfólk úr ýmsum deildum á skrifstofum og starfsstöðvum félagsins. Í tilkynningu er bent á að Icelandair hafi á árunum 2021 til 2023 ráðið og þjálfað um 2.500 starfsmenn og góður árangur hafi náðst við að byggja félagið hratt upp eftir heimsfaraldurinn. Nú er …

Miklar breytingar eru við sjóndeildarhringinn í grænlenskri ferðaþjónustu. Ný flugstöð verður tekin í notkun í Nuuk 28. nóvember. Síðan er ráðgert að ljúka framkvæmdum við nýjar flugstöðvar í Ilulissat og Qaqortoq á Suður-Grænlandi fyrir lok ársins 2026. Nú sinna Air Greenland og Icelandair Grænlandsflugi en færi ættu að skapast til að laða að fleiri flugfélög. …