Samfélagsmiðlar

„Einstök kjör“ á MAX þotum áttu að tryggja reksturinn

Primera Air keypti tuttugu MAX9 þotur af Boeing og ætlunin var að nýta þessa kaupsamninga sem tryggingu fyrir brúarfjármögnun frá Arion banka. Í ljósi kyrrsetningar á MAX þotum má leiða líkum að því að Primera Air hefði lent í miklum vanda stuttu eftir að lánið frá Arion hefði verið í höfn.

Þota á vegum Primera Air á Stansted flugvelli í London.

Í annað sinn á skömmum tíma hafa stjórnendur Arion séð ástæðu til að færa niður eignir vegna Travelco samsteypunnar, áður Primera Travel Group, sem bankinn leysti til sín í sumarbyrjun. Samkvæmt tilkynningu sem Arion sendi frá sér í gær var virði hlutarins lækkað um 600 milljónir á þriðja ársfjórðungi þar sem reksturinn er þyngri en ráð var fyrir gert. Sú lækkun bætist við 536 milljóna króna niðurfærslu á lánunum sem gerð var tengslum við yfirtökuna. Bankinn reynir nú að koma fyrirtækinu í verð en það rekur sjö norrænar ferðaskrifstofur. Þar á meðal Heimsferðir og Terra Nova hér á landi en þær tvær hafa verið færðar í sér félag.

Rekja má aðdraganda þess að Arion tók yfir ferðaskrifstofurnar til gjaldþrots Primera Air í byrjun október í fyrra. Flugfélagið var hluti af Primera Travel Group sem Andri Már Ingólfsson átti og rak um langt skeið og sá Primera Air sér lengstum um að fljúga viðskiptavinum ferðaskrifstofanna í frí. Primera Air breytti svo um kúrs í fyrra og varð lággjaldaflugfélag sem flutti farþega yfir Norður-Atlantshafið. Tveimur mánuðum eftir fall Primera Air fullyrti Andri Már því hins vegar yfir, í Viðskiptablaðinu, að Primera Air væri enn á flugi hefði Arion banki verið reiðubúinn til að veita félaginu brúarfjármögnun, líkt og staðið hafði til, þar til skuldabréfaútboði félagsins væri lokið. „Það er ljóst að ef sú fjármögnun hefði komið, væri Primera Air enn í rekstri,“ sagði Andri Már.

Þarna var um að ræða rúmlega fimm milljarða lán sem tryggja áttu með veði í Boeing þotum sem Andri Már hafði áður sagst hafa fengið á „einstökum kjörum“ í viðtali við Fréttablaðið. Um var að ræða kaup á tuttugu MAX 9 þotur og var ætlunin að þær yrðu notaðar í nýtt áætlunarflug Primera Air frá Berlín, Frankfurt, Brussel og Madríd til Norður-Ameríku. Miðasala í ferðirnar var nýlega hafin þegar flugfélagið fór í þrot.

En eins og alkunna er þá voru allar þotur af gerðinni Boeing MAX kyrrsettar um miðjan mars og ennþá er ekki vitað hvenær þær komast í loftið á ný. Það má því telja mjög líklegt að Primera Air hefði komist í mikinn vanda síðastliðið sumar þegar áætlunarflugið frá hinum fjórum evrópsku borgum til Bandaríkjanna og Kanada átti að hefjast. Hvernig tekist hefði að greiða úr þeirri flækju skal ósagt látið en í ljósi þess hve kyrrsetningin hefur reynst Icelandair dýr þá væri upphæðin sem Arion afskrifaði í gær kannski nokkru hærri ef bankinn hefði veitt hina umtöluðu brúarfjármögnun síðastliðið haust.

Þess ber að geta að stjórnendur Arion hafa neitað þeirri fullyrðingu Andra Más að bankinn gefið út lánsloforð eða fyrirheit um lánveitingu til Primera Air í lok sumars í fyrra.

Nú getur þú tekið þátt í að styrkja og efla útgáfu Túrista

Nýtt efni

Gengi hlutabréfa í Icelandair hefur lækkað um helming síðastliðna 12 mánuði og þar af um nærri fjórðung frá áramótum. Fyrir helgi fór gengið niður í 1,03 kr. og markaðsvirði félagsins er núna 42,3 milljarðar. Eftir heimsfaraldur hefur það hæst farið upp í 95 milljarða króna en það var í júlí síðastliðnum. Á síðasta áratug náðu …

Ferðamönnum hefur fjölgað í friðlandi Hornstranda eins og víðar á landinu, áætlað er að um 10.500 manns hafi haldið í friðlandið síðasta sumar, sem var tölvuverð aukning frá sumrinu þar á undan, 2022. Ólíkt mörgum öðrum ferðamannastöðum er ekki ætlunin að auka mikið við innviði til að bregðast við auknum fjölda„Hlutverk ferðamannsins er að aðlagast …

Hjá erlendum hagstofum lenda íslenskir ferðamenn oft í flokknum „aðrir" þegar gefnar eru út tölur um gistinætur á hótelum. Þannig er það þó ekki í þýsku höfuðborginni og samkvæmt nýjustu tölum þaðan keyptu íslenskir gestir 5.530 gistinætur á hótelum í Berlín í janúar og febrúar. Þetta er meira en tvöföldun frá sama tíma í fyrra …

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play, hefur óskað eftir að láta af störfum. Hann mun sinna stöðunni þar til eftirmaður hans tekur við að því segir í tilkynningu. Ólafur Þór tók við fjármálasviði Play eftir að Þóra Eggertsdóttir „ákvað að segja skilið við félagið" í október 2022. Hún hafði þá gegnt stöðu fjármálastjóra allt frá …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …