Samfélagsmiðlar

Eiga íslenska ríkið og Icelandair samleið?

Nú gætu ráðamenn þjóðarinnar þurft að tryggja samgöngur til og frá landinu til lengri tíma. Á sama tíma þurfa þeir að spyrja sig hvort Icelandair sé rétti vettvangurinn fyrir slíkt.

Þota Icelandair tekur á loft frá Kansas City.

Þær fáu flugferðir sem Icelandair stendur fyrir þessar vikurnar eru á kostnað ríkisins en á sama tíma eru unnið að því að styrkja fjárhagstöðu félagsins. Bæði til að komast í gegnum núverandi krísu og eins til geta sótt fram þegar fólk getur ferðast á ný. Hvenær sá dagur rennur upp veit enginn en flugáætlun Icelandair gæti dregist saman um meira en helming næstu mánuði ef spár ganga eftir. Tap félagsins í ár verður þar með mælt í tugum milljarða króna sem bætist þá við mikinn taprekstur í fyrra og hittifyrra.

Til að bæta gráu ofan á svart þá byggir upprisa félagsins að töluverðu leyti á því að farþegar treysti sér upp í Boeing MAX þoturnar þegar að því kemur. Þess háttar flugvélar verða nefnilega að öllu óbreyttu uppistaðan í flota félagsins á næstu árum. Slæm afkoma dótturfélaga og alls kyns ótengdar fjárfestingar flækja stöðuna enn frekar.

Icelandair þarf því ekki bara gríðarlega mikið fé og heldur líka fjárfesta sem geta tekist á við þessa miklu óvissu sem framundan er. Í hluthafahópnum í dag eru íslenskir lífeyrissjóðir áberandi en stærsti hluthafinn er þó bandarískur vogunarsjóður. Nú er stóra spurningin hvort þessir hluthafar eru til í að taka áhættuna og halda Icelandair á floti á meðan tekjurnar eru engar eða hvort ríkið þurfi á endanum að koma félaginu til bjargar og jafnvel eignast meirihluta í því.

Ef það yrði raunin þá myndi Icelandair bætast í fjölmennan hóp flugfélaga sem eru að öllu eða einhverju leyti í eigu hin opinbera. Sá hópur fer svo stækkandi þessa dagana vegna kórónuveirukrísunnar. Nýjasta dæmið um það er að bandaríska ríkið hefur nú kost á því að fá veð í hlutafé stærstu flugfélaganna þar í landi.

Í nágrannalöndunum hefur opinbert eignarhald í flugfélögum lengi tíðkast. Ríkisstjórnir Frakka og Hollendinga fara hvor um sig fyrir 14 prósenta hlut í AirFrance/KLM samsteypunni og Svíar og Danir eiga samtals þrjátíu prósent í SAS. Lettneska ríkið á áttatíu prósent hlut í Air Baltic og finnska forsætisráðuneytið heldur utan um 56 prósent hlut í Finnair. Í farþegum talið er finnska flugfélagið um fjórum sinnum umsvifameira en Icelandair og hefur, öfugt við íslenska félagið, verið rekið með hagnaði síðustu tvö ár.

Í svari frá finnska stjórnarráðinu, við fyrirspurn Túrista, segir að ástæðurnar fyrir opinberu eignarhaldi séu nokkrar. Þar á meðal að styrkja stöðu Finnlands sem miðstöðvar fyrir alþjóðaflug sem aftur tryggi beinar flugsamgöngur og styðji við samkeppnishæfni landsins. Í svarinu er einnig bent á eignarhaldið sé hluti af innviðum landsins og vörnum. Þess má geta að íslenskir fjárfestar voru á árunum fyrir hrun næst stærstu hluthafarnir í Finnair á eftir finnska ríkinu.

Eyríki eins og Malta og Fiji, sem eigi mjög mikið undir ferðaþjónustu eins og við, eiga meirihluta í umsvifamestu flugfélögum sinna landa og hægt er að finna mörg fleiri dæmi um slíkt eignarhald. Það yrði því ekki heimsfrétt ef íslenskir ráðamenn ákveða að kaupa hlut í Icelandair til að koma félaginu til bjargar.

Það gæti meira að segja orðið arðbært til lengri tíma líkt og hagnaður Finnair síðustu ár er dæmi um. Hvort Icelandair, eins og það fyrirtæki er skipulagt í dag, er svo rétta félagið til byggja samgöngur til og frá landinu á er svo önnur spurning sem ráðamenn þjóðarinnar þurfa að spyrja sig að.


Viltu styðja Túrista?

Nú þegar virkilega á reynir þá stendur Túristi vaktina frá morgni til kvölds. Ef þú ert einn þeirra lesenda sem finnst gagn í skrifum Túrista þá væri ómetanlegt ef þú myndir leggja útgáfunni lið. Smelltu hér fyrir nánari upplýsingar.

Nýtt efni

Lufthansa-flugsamsteypan tilkynnti í dag að flugferðum til Amman í Jórdaníu, Erbil í Kúrdahéruðum Íraks og Tel Aviv í Ísrael yrði frestað til þriðjudags og ekki yrði flogið til Beirút í Líbanon og Teheran í Íran a.m.k. til fimmtudags vegna stríðsógnarinnar og hernaðaraðgerða í Mið-Austurlöndum. Á flugvellinum í Amman í Jórdaníu - MYND: Unsplash/Cila Photography Reuters-fréttastofan …

Hjá Könglum er rík áhersla lögð á að nýta afurðir úr nærumhverfinu, hvort sem það eru jurtir, afgangar eða aukaafurðir bruggunarferlisins. Sjálfbær hugsun og skynsöm nýting náttúrunnar er auk þess í farabroddi þar sem aldrei er tekið meira en náttúran hefur að gefa, svo hún geti tekið við sér aftur eftir uppskeruna. Heitið Könglar varð …

Árið 2001 starfaði Khaled Hosseini sem heimilislæknir en stundaði bókaskrif í frístundum sínum. Hann vaknaði á hverjum morgni klukkan 4:30 og sat við eldhúsborðið yfir bókaskrifum fyrstu þrjár morgunstundirnar. Síðan fór hann í sturtu, klæddi sig og keyrði á læknastofuna til að meðhöndla sjúklinga sína. En sjálfur segir höfundurinn að allan þann tíma sem hann …

Icelandair tekur í notkun þrjár nýjar Boeing Max þotur fyrir sumarvertíðina og sú fyrsta er komin til landsins en hún er fengin af lager flugvélaframleiðandans í Seattle. Hinar tvær eru splunkunýjar og segir Guðni Sigurðsson, talsmaður flugfélagsins, að þær séu báðar komnar af færibandinu og nú fari fram lokaskoðun á þeim. Von er á þessum …

Íslendingar hafa líklega önnur viðmið um það hvað sé hæfilega margt fólk samankomið á einum stað en þjóðir sem vanar eru meiri mannþröng og umferðarþunga alla daga. Sjálfsagt er það eigingjarnt og sjálfmiðað að ætlast til þess að fá að ganga einsamall í friði og ró niður Almannagjá á Þingvöllum á góðum sumardegi. Þeir dagar …

Frestur til að skila inn tilboðum í 35 prósent hlut Landsbankans í Keahótelin, eina stærstu hótelkeðju landsins, rann út fyrir síðustu jól. Ennþá er söluferlið í gangi samkvæmt svari frá bankanum en engar nýjar upplýsingar er að fá um stöðuna. Hluturinn í Keahótelunum var auglýstur til sölu í lok nóvember í fyrra og þá sagði …

Wizz Air er meðal þeirra flugfélaga í heiminum sem losa minnst af CO2 og hefur fengið alþjóðlegar viðurkenningar fyrir viðleitni til sjálfbærni. Þessi árangur skýrist fyrst og fremst af því að ungverska félagið er með nýjan flugflota í þjónustu sinni, aðallega Airbus A321neo sem flestar eru innan við fimm ára gamlar. Þá hjálpa góð sætanýting …

Þessar niðurstöður komu í ljós í könnun sem Jacques Delors-stofnunin gerði í mars í þessum löndum, en niðurstöðurnar fóru ekki mjög hátt fyrr en The Guardian gerði þær að umtalsefni á dögunum. Niðurstöðurnar þykja nefnilega athyglisverðar í ljósi þess að mikið hefur verið rætt um að bakslag hafi orðið í stuðningi almennings í Evrópu við aðgerðir í umhverfismálum. Könnunin …