Samfélagsmiðlar

Keflavíkurflugvöllur á nýjum stað

Lausafjárstaða Isavia hefur aldrei verið sterkari en hún er í dag. Á sama tíma er flug- og ferðageirinn í molum. Það blasir því nýr veruleiki við stjórnendum Keflavíkurflugvallar sem nú ættu að einblína á rekstur samgöngumiðstöðvar í stað þess að mæta kröfum eigandans um að hámarka afkomuna.

Það er ekki við því að búast að fólk fjölmenni uppí flugvélar um leið og landamæri opnast á ný. Um þetta eru sérfræðingar sammála um og gera því ráð fyrir að eftirspurn eftir ferðalögum verði takmörkuð í lengri tíma. Þar vegur þungt óvissa varðandi heilsu og efnahag en ekki síður samdráttur hjá flugfélögum sem mörg hver standa tæpt í dag.

Ef þessar svartsýnu spár ganga eftir þá þurfa flugvellir og áfangastaðir að bítast um þær þotur sem fara á flug eftir að stjórnvöld afturkalla ferðaviðvaranir. Fyrir eyland eins og Ísland, sem byggir afkomu sína að miklu leyti á ferðaþjónustu, þá er mikilvægt að verða ekki undir í þeirri samkeppni. Tíðar brottfarir frá sem flestum borgum skipta höfuðmáli fyrir greinina.

Það hefur nefnilega endurtekið sýnt sig að straumurinn hingað eykst þegar fleirum stendur til boða Íslandsflug úr heimabyggð ef svo má segja. Þetta á sérstaklega við yfir vetrarmánuðina. Spennandi áfangastaður verður fyrst vinsæll þegar fólk kemst þangað á hagkvæman hátt.

En því miður eru vísbendingar um að staða Keflavíkurflugvallar á markaðnum hafi versnað síðustu misseri:

Í fyrsta lagi þá hafa hvorki stjórnendur Icelandair né erlendra flugfélaga séð tækifæri í að fylla það skarð sem WOW air skyldi eftir sig nema að litlu leyti. Af þeim þrjátíu og fjórum flugleiðum sem WOW air hélt úti sumarð 2018 þá hafði umferðin dregist saman á nítján og tólf þeirra voru ekki lengur í boði. Sú viðspyrna sem flugvellirnir í Barcelona, Berlín og Kaupmannahöfn náðu nokkrum mánuðum eftir gjaldþrot stórra flugfélaga hjá sér hefur ekki gengið eftir á Keflavíkurflugvelli. Megin skýringin liggur í þeirri staðreynd að stærsti hluti farþega WOW voru tengifarþegar en ekki ferðamenn á leið til Íslands. Þess háttar útgerð er ekki valkostur fyrir erlend flugfélög.

Í öðru lagi þá gerir lega landsins og fámenni þjóðarinnar það að verkum að Íslandsflug er krefjandi útgerð fyrir flugfélög á meginlandi Evrópu. „Flugtíminn til Íslands frá Frankfurt er nokkuð langur og þar með þarf að taka frá þotu í lengri tíma til að sinna ferðunum,“ sagði einn af stjórnendum Lufthansa í viðtali Túrista í fyrra. Því til viðbótar verða erlendu flugfélögin að treysta nær alfarið á traffíkina frá eigin heimamörkuðum því fáir íslenskir farþegar nýta sér ferðirnar. Vonskuveður eins og nú í vetur flækir málin ennþá frekar.

Í þriðja lagi þá mun það reynast Icelandair erfitt að halda úti ferðum til eins margra áfangastaða og gert er í dag ef farþegunum fækkar í takt við spár um minni ferðalög á heimsvísu. Á sama tíma yrði Icelandair að draga út tíðni á þá áfangastaði sem eftir eru. Til viðbótar þá á ennþá eftir að koma Boeing MAX þotunum í loftið og sannfæra farþega um öryggi þeirra. Ef ekki tekst fljótt að endurreisa traust almennings á þessum þotum þá gæti það komið illa niður á ferðaþjónustunni enda er gert ráð fyrir að Boeing MAX flugvélar verði uppistaðan í flugflota Icelandair innan skamms.

Í fjórða lagi þá eru merki um að erlend félög geri nú þegar ráð fyrir færri ferðum til Keflavíkurflugvallar næsta vetur. Sá niðurskurður var reyndar byrjaður áður en kórónaveiran setti allt á annan endann.

Í fimmta lagi þá hafa stóraukin umsvif íslenskra flugfélaga hefur verið helsti drifkrafturinn að baki farþegaaukningunni á Keflavíkurflugvelli. Það sést best á því að fáir evrópskir millilandaflugvellir treysta eins mikið á innlend flugfélög eins og Keflavíkurflugvöllur gerir.

Síðast en ekki síst þá gæti krafa ríkisins um að Isavia hámarki afkomu sína komið niður á Keflavíkurflugvelli nú þegar endurskoða þarf verðskrár og afslætti. Samkvæmt verðdæmi úr Drögum að grænbók um flugstefnu, sem Samgönguráðuneytið gaf út í fyrra, þá kostar 41 prósenti meira að lenda farþegaflugvél á Keflavíkurflugvelli en í Dublin. Þess ber þó að geta að í þessari úttekt stjórnvalda er einnig birtur verðsamanburður sem erlendir ráðgjafar gerðu fyrir Isavia og niðurstaðan er að gjaldtaka Keflavíkurflugvallar af flugrekstri er álíka og á samkeppnisflugvöllum.

Góðu fréttirnir eru hins vegar þær að Isavia stendur vel fjárhagslega. Lausafjárstaðan hefur aldrei verið sterkari og þrátt fyrir brotthvarf WOW í fyrra þá skilaði félagið hagnaði upp á 1,2 milljarð króna. Ef Isavia vinnur svo dómsmál gegn ríkinu og fær bætur sem nema vangreiddum flugvallargjöldum WOW air upp á tvo milljarða króna þá styrkist staðan ennþá frekar.

Hvað sem því dómsmáli líður þá fá stjórnendur Keflavíkurflugvallar vonandi næði til að einblína á að efla Keflavíkurflugvöll sem samgöngumiðstöð. Bæði til að styðja við Íslandsflug erlendra félaga og auðvelda tengiflug þeirra íslensku.

Sá fókus gæti komið niður á afkomunni og seinkað áformum um stækkanir. En þá gefst ráðamönnum alla vega færi á að velta fyrir sér hvort Keflavíkurflugvöllur eigi áfram að vera eini alþjóðaflugvöllurinn á vesturlöndum sem gerir farþegum ekki kleift að tengja saman alþjóða- og innanlandsflug.


Viltu styðja Túrista?

Nú þegar virkilega á reynir þá stendur Túristi vaktina frá morgni til kvölds. Ef þú ert einn þeirra lesenda sem finnst gagn í skrifum Túrista þá væri ómetanlegt ef þú myndir leggja útgáfunni lið. Smelltu hér fyrir nánari upplýsingar.

Nýtt efni

Vorið 2021, stuttu áður en Play fór í loftið í fyrsta sinn, efndi félagið til hlutafjárútboðs þar sem söfnuðust 10 milljarðar króna. Í kjölfarið voru bréfin skráð á First North Growth í Kauphöllinni en um þann markað gilda ekki eins strangar reglur og Aðalmarkað Nasdaq. Í tengslum síðustu hlutafjáraukningu, sem lauk í apríl síðastliðnum, var …

Viðkiptastríð vesturveldanna og Kína heldur áfram að þyngjast því fyrr í dag gaf Evrópusambandið út að 38,1 prósent innflutningstollar yrðu lagðir á kínverska rafbíla frá og með næsta mánuði. Sú hækkun bætist við þann 10 prósent toll sem í dag ríkir á innflutning rafbíla frá Kína til aðildarríkja ESB. Þessi viðbótartollur hefur verið yfirvofandi síðustu …

Það var í júní 2014 sem breska lággjaldaflugfélagið Flybe, sem nú er gjaldþrota, hóf áætlunarflug til Íslands frá Birmingham. Flugleiðin stóð ekki undir væntingum stjórnenda Flyby og var lögð niður eftir níu mánuði. Þá tók Icelandair við keflinu og hélt úti tíðum ferðum milli Íslands og þessarar næstfjölmennustu borgar Bretlands fram í ársbyrjun 2018. Síðan …

Í Bandaríkjunum eru lestarsamgöngur ekki eins góðar og í Evrópu og þurfa þeir sem ætla að sækja komandi landsfundi Demókrata og Repúblikana annað hvort að keyra eða fljúga á fundarstað. Af þeim sökum hefur bandaríska flugfélagið United Airlines bætt við 118 flugferðum til og frá Chicago í ágúst í tilefni af landsfundi Demókrata. Repúblikanar hittast …

Gistináttagjald upp á 400 krónur (2,7 evrur) verður lagt á í Færeyjum frá og með október á næsta ári. Um leið verða allir þeir sem koma til eyjanna með skemmtiferðaskipum að greiða 1.300 króna gjald (9 evrur). Allar tekjur af þessari nýju gjaldtöku renna í sérstakan náttúruverndarsjóð að því segir í tilkynningu. Sá sjóður verður …

Talning á brottfararfarþegum á Keflavíkurflugvelli gefur vísbendingu um að erlendum ferðamönnum hér á landi hafi fækkað um tvö prósent í nýliðnum maí í samanburði við sama tíma í fyrra. Þróunin var hins vegar mjög ólík á milli þjóðerna. Þannig jókst straumurinn hingað frá Kanada umtalsvert á milli ára á meðan ferðamönnum frá Ísrael og Rússlandi …

Það seldust 1.259 nýir Tesla bílar á Íslandi árið 2022 og í fyrra voru þeir nærri þrefalt fleiri eða 3.471. Veltan jókst ekki í takt við söluna því tekjur bandaríska rafbílaframleiðands af hverjum nýjum bíl hér á landi drógust saman um 17 prósent samkvæmt útrekningum FF7 sem byggja á ársreikningi Tesla Motors Iceland ehf. Þetta …

Það voru 155 þúsund útlendingar sem innrituðu sig í flug frá Keflavíkurflugvelli í maí en þessi talning er notuð til að meta ferðamannastrauminn hingað til lands. Í maí í fyrra voru erlendu brottfararfarþegarnir 158 þúsund og 165 þúsund í maí 2018 þegar þeir voru flestir. Það vantaði því sex prósent fleiri farþega til að jafna …