Samfélagsmiðlar

Skiptifarþegar hafa knúið Íslandsflugið áfram

Stór hluti þeirra farþega sem fer um Keflavíkurflugvöll millilendir þar aðeins á leið sinni yfir Norður-Atlantshafið. Annað vinsælt eyríki meðal ferðamanna byggir sína flugumferð upp á annan hátt.

Af þeim 7,2 milljónum farþega sem fóru um Keflavíkurflugvöll í fyrra þá voru um tvær milljónir svokallaðir skiptifarþegar, fólk sem millilendir hér á landi á leið sinni milli Norður-Ameríku og Evrópu. Vægi þessa hóps var ennþá hærra þegar sókn WOW air stóð sem hæst en eftir gjaldþrot félagsins í mars í fyrra dróst það saman. Það hafði einnig mikil áhrif að Icelandair setti aukinn fókus á ferðamenn á leið til landsins eftir fall keppinautarins.

Þrátt fyrir lægra hlutfall skiptifarþega þá hefur þessi hópur verið helsta ástæðan fyrir að Icelandair hefur haldið úti tíðum ferðum til eins margra áfangastaða og raun ber vitni þrátt fyrir smæð heimamarkaðarins. Mikilvægi skiptifarþega hefur því endurtekið verið til umræðu hér á Túrista í gegnum tíðina, til að mynda í tengslum við ofmat Seðlabankans á hylli Íslandsflugs og líka þegar fjallað var um nýja stöðu Keflavíkurflugvallar í byrjun þessa mánaðar.

Það hefur nefnilega sýnt sig að erlend flugfélög taka sjaldnast við keflinu þegar íslensk flugfélög fella niður flugleiðir til Íslands. Þannig var það skarð sem WOW air skyldi eftir sig ekki fyllt nema af litlu leyti og enginn hefur tekið upp þráðinn í þeim borgum sem Icelandair hefur hætt flugi til síðustu ár. Líklegasta skýringin á því er sú að markaðurinn fyrir reglulegar ferðir hingað er takmarkaður, sérstaklega yfir vetrarmánuðina.

Almenningur hér á landi og ferðaþjónustan hafa notið góðs af sókn Icelandair og síðar WOW air inn á markaðinn fyrir ferðalög milli Evrópu og Norður-Ameríku. Til marks um það þá hefur úrvalið af flugi héðan til Bandaríkjanna verið mun meira en er frá hinum Norðurlöndunum. Það skýrir hátt hlutfall bandarískra ferðamanna hér á landi. Á sama hátt eru flugsamgöngurnar frá Finnlandi til Asíu mun tíðari en dæmi eru um í nágrannalöndunum.

Finnair hefur líka lengi gert út á flug til Austurlanda fjær frá Helsinki og var sú stefna meðal annars mörkuð af finnskum stjórnvöldum sem eiga ríflega helming í finnska flugfélaginu. Og segja má að þessa dagana þurfi íslenskir ráðamenn að gera upp við sig hvort þeir sjái hag í að styðja við viðskiptamódel Icelandair. Ekki bara til að tryggja Íslendingum og íslensku atvinnulífi fjölbreyttar tengingar til útlanda heldur ekki síst til að tryggja að margir útlendingar eigi færi á beinu og reglulegu flugi hingað frá heimalandinu.

Hin leiðin er að vinna að því að áætlunarflug til og frá Íslandi geti staðið undir sér án tengifarþega. Það er ekki einföld leið og um leið sérstaklega áhættusöm í miðjum heimsfaraldri. En Malta er nærtækt dæmi um þess háttar áfangastað. Þar millilenda sárafáir en engu að síður fóru 7,3 milljónir farþega um flugvöllinn í fyrra eða álíka margir og áttu leið um Leifsstöð. Aftur á móti heimsóttu um 2,7 milljónir ferðamanna Möltu í fyrra eða sjö hundrað þúsund fleiri en komu hingað til lands.


Viltu styðja Túrista?

Nú þegar virkilega á reynir þá stendur Túristi vaktina frá morgni til kvölds. Ef þú ert einn þeirra lesenda sem finnst gagn í skrifum Túrista þá væri ómetanlegt ef þú myndir leggja útgáfunni lið. Smelltu hér fyrir nánari upplýsingar.

Nýtt efni

Það voru þrjú norræn alþjóðaflugfélög sem hófu flugrekstur í Covid-faraldrinum. Hér á landi var það Play en Flyr og Norse í Noregi. Öll þrjú leigðu árið 2021 þotur á lægra verði en áður hafði þekkst og efndu til hlutafjárútboða meðal fagfjárfesta og almennings. Í byrjun síðasta árs varð Flyr gjaldþrota en rekstur þess byggði á …

Ein árangursríkasta loftslagsaðgerð síðari ára á Íslandi er líklega sú að banna urðun lífræns úrgangs. Þetta bann tók gildi í upphafi árs 2023 og árangurinn hefur ekki látið á sér standa. Smám saman hafa jákvæðar tölur verið að berast, sem gefa tilefni til bjartsýni. Það er semsagt hægt að ná árangri í loftslagsmálum, þótt margir …

Barselóna er ein vinsælasta ferðamannaborg Evrópu en óþol íbúa vegna ágangsins hefur farið vaxandi á síðustu árum - ekki síst vegna húsnæðisvanda ungs fólks sem ekki getur keppt við ferðaþjónustuna í leiguverði. Fyrri borgaryfirvöld hættu útgáfu nýrra leyfa til útleigu og lokað mörgum ferðamannaíbúðum en nú eru í farvatninu enn meiri breytingar. Airbnb og öðrum …

Í Svíþjóð kalla sumarsólstöður, eða Midsommar, á mikil hátíðarhöld þar sem síld og snaps hafa lengstum verið í aðalhlutverki. Sölutölur sænskra kaupmanna sýna þó að vinsældir síldarinnar dala ár frá ári og nú er svo komið að salan hefur helmingast frá árinu 2008. Frá þessu greinir Sænska ríkisútvarpið. Skýringin á þessari þróun liggur í bragðlaukum …

Ferðahópur á Þingvöllum

Alþingi hefur samþykkt tillögu til þingsályktunar, sem ferðamálaráðherra lagði fram í apríl, um ferðamálastefnu og aðgerðaáætlun til 2030. Öðlast þingsályktunin þegar gildi en mótun stefnunar var sett á ís þegar Covid-faraldurinn hófst en þráðurinn var tekinn upp að nýju í fyrra. Þá skipaði ráðherra ferðamála, Lilja Alfreðsdóttir, sjö starfshópa til að fara í verkið og komu meira …

Ásgeir Baldurs, framkvæmdastjóri Arctic Adventures

Arctic Adventures er eitt stærsta fyrirtæki landsins í ferðaþjónustu og hefur verið að stækka starfssvið sitt, síðast með kaupum á Special Tours, sem sinnir skoðunarferðum á slóðum hvala og lunda, auk þess að reka Hvalasafnið (Whales of Iceland) í Reykjavík.  Ásgeir Baldurs tók við starfi forstjóra Arctic Adventures fyrir rúmu ári, þegar margir bundu vonir við …

Kínversku bílaframleiðendurnir BYD og SAIC, sem er eigandi framleiðslufyrirtækis MG-rafbílana vinsælu, hafa ekki ákveðið enn hvort verð á rafbílum sem seldir verða í Evrópu eftir 4. júlí hækka í verði. Þá tekur gildi umtalsverð hækkun tolla á kínversku rafbílana. Samkvæmt heimildum Reuters verður engin verðbreyting ákveðin fyrir þann tíma. Evrópusambandið ákvað að tollur á MG-bílum …

Gengi hlutabréfa í Norwegian féll í gærdag eftir að greinendur norska bankans DNB færðu niður verðmat sitt á félaginu úr 19 norskum krónum á hlut niður í 17 kr. Hið nýja verðmat var engu að síður 30 prósent yfir markaðsgenginu, 14 norskar kr., en engu að síður féll gengið um tíu prósent í gær og …