Samfélagsmiðlar

Icelandair ekki á áætlun

Ennþá er ósamið við Boeing, flugfreyjur og fleiri viðsemjendur. Forsvarsfólk félagsins talar um að skoðaðar verði aðrar leiðir ef niðurstaða fæst ekki í núverandi viðræður en ekki kemur fram hvaða leiðir það eru. Ljóst er að sala á eignum og dótturfélögum gæfi mun minna af sér í dag en fyrir kreppu.

Þota Icelandair við flugstöðina í Brussel.

Fyrir rúmum þremur vikum síðan settu stjórnendur Icelandair sér það markmið að fá niðurstöðu í viðræður við stéttarfélög, Boeing, lánveitendur, flugvélaleigusala, birgja og íslensk stjórnvöld þann 15. júní.

Það tókst ekki líkt og fram kom í tilkynningu frá félaginu í gær. Nú er stefnt að því að samkomulag við fyrrnefnda aðila liggi fyrir mánudaginn 29. júní eða hálfum mánuði síðar en upphaflega stóð til. Þann dag átti hlutafjárútboð félagsins hefjast samkvæmt fyrri tímaáætlun.

„Viðræðum við helstu hagaðila miðar að mestu ágætlega. Áhyggjuefni er að samningar hafi ekki náðst við Flugfreyjufélag Íslands en óljóst er hvort lengra verði komist í þeim viðræðum,“ segir í tilkynningunni.

Í því samhengi má rifja upp að í kynningu á hluthafafundi Icelandair 22. maí sagði reyndar að engar viðræður væru í gangi. „Negotiations stopped,“ stóð í kynningunni en hún var haldin tveimur dögum eftir að svokallað lokatilboð félagsins til Flugfreyjufélagið var lagt fram.

En eins og Túristi greindi frá um helgina þá fer samstaðan í hópi flugfreyja og flugþjóna þverrandi í kjaradeilunni.

Hluti af fjárhagslegri endurskipulagningu Icelandair er samkomulag við Boeing vegna MAX flugvélanna og útistandandi bóta vegna kyrrsetningar þeirra. Þessum viðræðum miðar ágætlega að því segir í fyrrnefndri tilkynningu.

Þar kemur jafnframt fram að viðræður við lánveitendur, flugvélaleigusala, færsluhirða, mótaðila í olíuvörnum, birgja og aðra eru í fullum gangi. Þar á meðal íslenskt stjórnvöld.

Tilkynningu Icelandair samsteypunnar lýkur á þeim orðum að náist ekki samkomulag við hagaðila þá verði aðrar leiðir skoðaðar til að ljúka endurskipulagningu félagsins. Túristi hefur óskað eftir nánari útskýringum á því hvaða leiðir eru þar færar.

Í ljósi þess að nú hefur virði eigna almennt rýrnað í heimsfaraldrinum þá má telja ólíklegt að mikið fengist í dag fyrir sölu á eignum og dóttturfélögum. Þannig gæti reynst erfitt að finna kaupendur að lendingarleyfum Icelandair við Heathrow í London. Þau voru líklega milljarða virði fyrir kreppuna og þannig seldi SAS hluta af sínum leyfum til að endurreisa fjárhag sinn á sínum tíma líkt og fjallað var um hér nýverið.

Flugfélög í kröggum hafa líka reglulega gripið til þess að selja flugþjónustudeildir sínar. Í núverandi ástandi er sala á IGS þó varla valkostur fyrir stjórnendur Icelandair.

Túristi mun birta svar Icelandair Group um hvaða aðrar leiðir félagið getur farið í endurfjármögnuninni um leið og það berst.

Nýtt efni

Þetta eru ískyggilegar fréttir fyrir Íslendinga og aðrar þjóðir landanna sem liggja að Norður-Atlantshafi. Það er hluti af kjarngóðu og upplýstu uppeldi allra landsmanna að heyra um mikilvægi Golfstraumsins - helst snemma í frumbernsku, og landsmenn eru minntir á mikilvægi hans reglulega út æviskeiðið. Golfstraumurinn liggur frá Karíbahafinu og hingað norður eftir og gerir það …

Lestarferð á fjölförnustu viðskiptaferðaleiðum Bretlands losar innan við helming af því CO2 sem jafn löng ferð með rafbíl gerir, samkvæmt útreikningum sem The Rail Delivery Group, hagsmunasamtök lestarfélaga þar í landi, hafa reiknað út og sagt er frá í The Guardian. Þar sem um er að ræða vistvænstu lestirnar, sem einungis ganga fyrir rafmagni, þá …

Toyota í Japan tilkynnti í morgun að framleiðsla fyrirtækisins hefði aukist um sjö prósent í janúar og að þetta væri þrettándi mánuðurinn í röð sem fleiri bílar væru framleiddir en í sama mánuði árið á undan. Meginskýringin er sögð mikil eftirspurn í Bandaríkjunum. Í janúar runnu rúmlega 740 þúsund fleiri Toyotur af færiböndum verksmiðjanna en …

Við þeim sem fara um Ráðhústorg í Kaupmannahöfn þessa dagana blasir við risastór auglýsing frá Icelandair. Velunnari FF7 var þar á ferð í vikunni og sendi meðfylgjandi mynd. Auglýsingin er á húsi númer fjögur við Ráðhústorg og fyrir hornið á vegg sem snýr að H.C. Andersen Boulevard, sem er mikil umferðaræð í gegnum miðborgina. Unnið …

Tæknirisinn Apple hefur síðastliðinn áratug unnið að þróun rafknúinna og sjálfstýrðra ökutækja sem þó aldrei hafa verið formlega kynnt. Og það verður varla úr þessu því nú hefur þessari þróunarvinnu verið hætt samkvæmt frétt Bloomberg. Þriðjungurinn af þeim mörg hundruð manns sem unnið hafa að bílaverkefninu verða færð yfir á svið gervigreindar hjá Apple en …

Útibú Arion banka á Keflavíkurflugvelli lokaði í janúar og við fjármálaþjónustu í flugstöðinni tók Change Group sem hátti hagkvæmasta tilboðið í þennan rekstur í útboði sem Isavia efndi til í fyrra. Ennþá er Change Group þó ekki komin með tilskilin leyfi til að sinna gjaldeyrisviðskiptum hér á landi samkvæmt því sem FF7 kemst næst og …

Hún er svo vinsæl, bandaríski rithöfundurinn Sarah J. Maas, að þegar þriðja bindið í Crescent City-bókaflokknum kom út þann 30. janúar síðastliðinn stóðu aðdáendur hennar í löngum röðum í vetrarkuldanum fyrir framan bókabúðirnar sem höfðu ákveðið að opna búðir sínar á miðnætti á útgáfudeginum í New York og víðar um Bandaríkin. Þessar raðir fyrir framan …

Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur áætlað að af öllum mat sem framleiddur er í heiminum fari um þriðingur í ruslið, eða 1,3 milljarðar tonna á ári. Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna hefur áætlað að á heimsvísu fari um 17 prósent af öllum mat í matvöruverslunum, á veitingastöðum og á heimilum í ruslið. Það er gríðarlegt magn af prýðisgóðri næringu sem þar fer …