Samfélagsmiðlar

Ættum að hafa áhyggjur ef tölurnar eru réttar

Lystiskip við Skarfabakka

Túristar við Skarfabakka.

Til að meta ganginn í ferðaþjónustunni hér á landi er aðallega horft til þriggja talnasafna sem koma frá ólíkum aðilum. Ferðamálastofa og Isavia telja brottfararfarþega í Leifsstöð, Hagstofan birtir gistináttatölur og Rannsóknarsetur verslunarinnar safnar saman tölum um erlenda greiðslukortanotkun.

Þessir þrír mælikvarðar hafa að undanförnu sýnt að nú dvelja útlendingar lengur á landinu og eyða meiru en þeir gerðu á sama tíma árið 2019. Þetta er alla vega stóra myndin sem stjórnvöld og forsvarsfólk ferðaþjónustunnar vísar reglulega til.

Þegar rýnt er í tölurnar kemur hins vegar í ljós að notkun breskra greiðslukorta hefur verið rétt rúmlega helmingur af því sem var á sama tíma árið 2019. Samt fljúga álíka margir Bretar frá Keflavíkurflugvelli og áður og þeir bóka fleiri gistinætur á íslenskum hótelum. Gistináttatölur Hagstofunnar og talning Ferðamálastofu á Keflavíkurflugvelli sýna sambærilega þróun en kortaveltutölur Rannsóknarseturs verslunarinnar stinga í stúf eins og hér má sjá.

Ef tölurnar sýna þá þróun sem verið hefur þá er ástæða tilefni til að hafa áhyggjur af komandi vetri því vægi breskra ferðamanna er hátt á þeim tíma árs. Bretar stóðu undir um fjórðungi af erlendu kortaveltunni veturinn fyrir Covid-19 en hlutfallið nú í sumar var rétt um fimm prósent.

Skýringin á því því lága hlutaflli liggur meðal annars í því að aðrar þjóðir eyða meiru en áður eins og þetta graf sýnir.

Í svari Rannsóknarseturs verslunarinnar, við fyrirspurn Túrista um þessar breytingar, segir að ekkert í gögnum þeirra skýri samdráttinn hjá Bretum. Á það er þó bent í svarinu að þróunin geti ráðist af breyttum ferðamannahópi, annarri neysluhegðun eða breyttum greiðsluleiðum.

Það eru fleiri atriði sem gætu skýrt þessi ört minnkandi kortaveltu Breta en samdrátturinn er það mikil að segja má aðkallandi að finna skýringuna. Það er nefnilega von á 20 til 40 þúsund Bretum hingað til lands á mánuði í vetur og ef kortaveltan hefur fallið úr nærri 300 þúsund krónum niður í 170 þúsund krónur á hvern Breta þá eru ríflega tíu milljarðar króna undir.

Þess má geta að Túristi hefur áður bent á að kortaveltutölurnar eru ekki eins góð heimild og áður var. Skýringin er helst sú að íslensk ferðaþjónustufyrirtæki hafa flutt viðskipti sín frá íslenskum færsluhirðum síðustu misseri. Vegna þessa sagði Skarphéðinn Berg Steinarsson, ferðamálastjóri, mikilvægt að gera grein fyrir þessum breytingum sem orðið hafa.

„Það ætti að koma skýrt fram að gögnin ná ekki til allrar kortaveltu íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja heldur aðeins þeirra sem skipta við íslenska færsluhirða. Um leið þyrfti að leggja mat á hvað vanti upp á. Erum við þar að tala um 10 eða 20 prósent?,” sagði Skarphéðinn Berg Steinarsson, ferðamálastjóri, hér á síðum Túrista í júlí síðastliðnum.

Nýtt efni

„Fyrir þessa aðgerð voru rúmlega 800 manns í störfum sem ekki eru flugtengd og uppsagnirnar náðu eingöngu til þeirra," segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, en fyrirtækið samdi í dag um starfslok 82 starfsmanna. Uppsagnirnar náðu ekki til áhafna líkt og FF7 hafði áður greint frá. „Eins og við höfum sagt þá var árið …

Fjárfestar lögðu Play til 4,6 milljarða króna í hlutafjárútboði félagsins sem lauk þann 11. apríl síðastliðinn. Í kjölfarið urðu töluverðar breytingar á hópi stærstu hluthafa félagsins. Nú er lífeyrissjóðurinn Birta stærsti einstaki hluthafinn en samanlagt fara sjóðir á vegum Íslandssjóða fyrir enn stærri hlut. Meðal nýrra stórra hluthafa er félag í eigu Einars Sveinssonar og …

Icelandair sagði í dag upp 82 starfsmönnum en um er að ræða starfsfólk úr ýmsum deildum á skrifstofum og starfsstöðvum félagsins. Í tilkynningu er bent á að Icelandair hafi á árunum 2021 til 2023 ráðið og þjálfað um 2.500 starfsmenn og góður árangur hafi náðst við að byggja félagið hratt upp eftir heimsfaraldurinn. Nú er …

Ráðuneyti viðskipta og sjávarútvegsmála í Noregi kynnti fyrir tveimur árum drög að frumvarpi um að þarlendir kjarasamningar og reglur um aðbúnað næðu líka til áhafna erlendra skipa sem færu um norska lögsögu. Litið yrði svo á að um leið og erlent skip færi inn fyrir norska lögsögu giltu um það sömu reglur og alla innlenda …

Bláa lónið í Svartsengi hefur rýmt öll sín athafnarsvæði vegna jarðhræringa við Sundhnúkagígaröðina nú í morgun. Rýmingin gekk vel að því segir í tilkynningu og er gestum þakkaður góður skilningur á stöðunni, starfsmönnum fagleg vinnubrögð og viðbragðsaðilum gott samstarf. Bláa lónið er einn allra vinsælasti viðkomustaður ferðamanna hér á landi en vegna jarðhræringa á Reykjanesi …

Icelandair hefur gripið til hópuppsagna í dag og munu þær ná til ólíkra deilda innan fyrirtækisins að því segir í frétt Vísis. Þar er haft eftir Ásdísi Ýr Pétursdóttur, talskonu Icelandair, að dagurinn í dag sé erfiður en hún geti ekki tjáð sig nánar um stöðuna af virðingu við starfsfólkið. Heimildir FF7 herma að uppsagnirnar …

Miklar breytingar eru við sjóndeildarhringinn í grænlenskri ferðaþjónustu. Ný flugstöð verður tekin í notkun í Nuuk 28. nóvember. Síðan er ráðgert að ljúka framkvæmdum við nýjar flugstöðvar í Ilulissat og Qaqortoq á Suður-Grænlandi fyrir lok ársins 2026. Nú sinna Air Greenland og Icelandair Grænlandsflugi en færi ættu að skapast til að laða að fleiri flugfélög. …

Þýski Volkswagen ætlar ekki að játa sig sigraðan í baráttunni um markaðinn fyrir ódýrar gerðir rafbíla, þar sem kínverskir framleiðendur hafa náð góðri fótfestu og boða enn frekari landvinninga. Fyrr í mánuðinum runnu út í sandinn viðræður fornu fjendanna Volkswagen og franska Renault um að standa sameiginlega að þróun og smíði nýs rafknúins alþýðubíls til …