Samfélagsmiðlar

Bilaðar Boeing þotur þyngja lífróður Norwegian

Eigendur Icelandair þakka kannski fyrir að félagið losaði sig við Dreamliner þoturnar á sínum tíma. Þær standa þessa dagana á jörðinni óhreyfðar og auka enn á vandræði Norwegian sem er einn helsti keppinautur Icelandair. Bæði í flugi milli Evrópu og N-Ameríku en líka til og frá Keflavíkurflugvelli.

Ein af Dreamliner þotum Norwegian.

Tíu Dreamliner flugvélar úr flota Norwegian eru ónothæfar nú um stundir vegna bilanna sem í mörgum tilfellum má rekja til hreyfla. Sjö af þessum þotum eru hluti af fyrstu Dreamliner flugvélunum sem Norwegian fékk afhentar árið 2013 samkvæmt frétt Dagens Næringsliv. Fastlega má gera ráð fyrir að meðal þeirra séu þoturnar þrjár sem upphaflega voru ætlaðar Icelandair en líkt og Túristi rakti í síðustu viku þá tók Norwegian yfir pöntun Icelandair á þremur Dreamliner árið 2011. Haft er eftir talsmanni Norwegian í frétt DN að sex af þotunum tíu séu í hefðbundnu viðhaldi og í raun séu aðeins fjórar af 37 Dreamliner þotum félagsins í viðgerð.

Vegna ástandsins hefur Norwegian leigt sjö breiðþotur til að fylla það skarð sem hinar biluðu Boeing þotunr hafa skilið eftir í flota félagsins. Á sama tíma hefur kyrrsetning á Boeing MAX reynst félaginu dýrkeypt og tug milljarða leigureikningar hrannast upp hjá Norwegian samkvæmt úttekt Dagens Næringsliv. Því til viðbótar róa stjórnendur norska lággjaldaflugfélagsins einskonar lífróður þessa dagana enda er stórt skuldabréf á gjalddaga í desember og útlit fyrir að félagið eigi ekki fyrir uppgjörinu. Í síðustu viku buðu stjórnendur þess lánadrottnum veð í lendingarleyfum félagsins á Gatwick flugvelli í London gegn því að framlengja skuldabréfið. Nú þegar hefur talsmaður hóps, sem á um fimmtung af bréfunum, líst því opinberlega yfir að þeir muni hafna tilboðinu og krefjast hlutafjáraukningar í staðinn. Gengi Norwegian hefur í framhaldinu lækkað í norsku kauphöllinni.

Tryggð Norwegian við Boeing hefur því reynst félaginu dýr en stjórnendur þess prísa sig kannski sæla með að hafa ekki pantað nýjustu afurð flugvélaframleiðandans, Boeing 777X. Stefnt hefur verið að því að afhenda fyrstu eintökin af henni á næsta ári. Hlutar af skrokki vélarinnar stóðust hins vegar ekki álagspróf í verksmiðjum Boeing fyrir helgi og því hefur prufuflugum á vélinni verið frestað. Það gæti því dregist verulega að afhenda fyrstu eintökin af Boeing 777X og líkt og var raunin með Dreamliner á sínum tíma. Upphaflega gerðu forsvarsmenn Icelandair nefnilega ráð fyrir því að félagið yrði farið að ferja farþega með Dreamliner árið 2010. Þessar þotur voru svo fyrst afhentar Norwegian þremur árum síðar og þá hóf félagið áætlunarflug milli Evrópu og Norður-Ameríku.

Félagið hefur stóraukið umsvif sín á þeim markaði og boðið lægri fargjöld en áður þekktust. Og fyrir þessu hafa stjórnendur Icelandair vafalítið fundið fyrir því stóru evrópsku og bandarísku flugfélögin hafa svarað samkeppninni frá Norwegian með að lækka sín fargjöld og bjóða farmiða án farangursheimildar að hætti lággjaldaflugfélaga. Þar með hefur komið pressa á fargjöld Icelandair og hafa stjórnendur þess í staðinn einbeitt sér að farþegum á leið til og frá Íslandi. Á þeim markaði hefur Norwegian reyndar líka verið að hasla sér völl og mun í vetur fljúga héðan til fimm spænskra áfangastaða. Icelandair ætlaði sér stóra hluti í Spánarflugi eftir fall WOW air en enn þá hefur ekki heyrst meira af þeim plönum sem skýrist kannski að hluta til af sókn Norwegian hér á landi.

Staða Norwegian er hins vegar tvísýn og rekja má að einhverju leyti til þess trausts sem stjórnendur flugfélagsins hafa sett á nýframleiðslu frá Boeing. Það hefur reyndar líka forsvarsfólk Icelandair á þessari öld gert en þó sloppið með skrekkinn varðandi Dreamliner þoturnar. MAX krísan hefur hins vegar reynst Icelandair dýr.

Nýtt efni

Undirbúningur er á lokastigi um að koma á fót ævintýramiðstöð á Suðurlandi, þar sem gistiaðstaða og þjónusta verður tengd þjónustu, gönguferðum og útivist ævintýragjarnra ferðamanna. Ferðafólk, statt við Skógafoss, í ævintýraleit á Suðurlandi - MYND: ÓJ „Það koma stundum mjög athyglisverð verkefni, eins og þegar reynslumikill aðili úr ævintýraferðaþjónustu, sem hefur verið í slíkum rekstri …

Það er auðvitað eðlilegt að Barselóna, höfuðborg Katalóníu, dragi til sín mikinn fjölda ferðafólks. Borgin er fögur, sögurík og spennandi - en líka dálítið þreytt orðin á öllum þessum vinsældum, hömlulausum gestaganginum. Á síðasta ári gistu yfir 12 milljónir manna borginni, um sjö prósentum færri en 2019. Við bætast síðan allir þeir sem koma í …

Argentíski víniðnaðurinn hefur átt erfitt uppdráttar síðustu ár vegna óðaverðbólgu, óstöðugs gengis og minnkandi útflutnings. Það virðist þó heldur vera að lyftast brúnin á vínframleiðendum og virðast þeir helst þakka það harkalegri aðhaldsstefnu öfgakennda frjálshyggjumannsins Javier Milei, sem tók við forsetaembættinu í Argentínu í desember. Það tók strax að hægja á verðbólgu á fyrstu mánuðum …

Árið 2023 var 4.240 bókum bætt á lista yfir bannaðar bækur í Bandaríkjunum. Aldrei fyrr hafa jafn margar bækur verið bannaðar á einu ári. En á síðustu árum hefur þeim bókum sem settar eru á þennan bannlista fjölgað ár frá ári. Afleiðingin er sú að aðgengi að bókunum er takmarkað og þær eru fjarlægðar af …

Clive Stacey hefur skipulagt ferðir fyrir Breta til Íslands í áratugi en ferðaskrifstofa hans, Discover the World, hefur fleiri áfangastaði á boðstólum. Og kannski sem betur fer, því nú hefur eftirspurn eftir Íslandsreisum dregist saman. „Í fyrsta sinn í 40 ára sögu fyrirtækisins höfum við selt fleiri ferðir til Noregs en til Íslands. Fyrirspurnum um …

Útibú Arion banka á Keflavíkurflugvelli lokaði í janúar og við fjármálaþjónustu í flugstöðinni tók Change Group sem hátti hagkvæmasta tilboðið í þennan rekstur í útboði sem Isavia efndi til í fyrra. Við þessa breytingu lagðist tímabundið niður sala á gjaldeyri á Keflavíkurflugvelli þar sem Change Group hafði ekki fengið tilskilin leyfi til að sinna gjaldeyrisviðskiptum hér …

„Við erum hörkuánægð með þessa leið," segir Tómas Ingason, framkvæmdastjóri tekju-, þjónustu- og markaðssviðs Icelandair, aðspurður áhugaverðar farþegatölur frá í Raleigh-Durham í Norður-Karólínu. Þær sýna að 5.443 farþegar nýttu sér ferðir Icelandair til og frá flugvellinum í mars sl. sem þýðir þoturnar hafi verið þéttsetnar í nánast hverri ferð enda var sætanýtingin 94 prósent að …

Árið 1990 voru 60 prósent allra viðskipta í smásöluverslunum í Danmörku lokið með greiðslu peningaseðla. Búðirnar tóku á þessum árum fúslega við krumpuðum peningaseðlum og gáfu til baka annað hvort með öðrum jafn sjúskuðum peningaseðlum eða nýstraujuðum seðlum beint úr hirslum Seðlabankans.  Í dag, rúmum þrjátíu árum síðar, enda einungis 9 prósent innkaupa með greiðslu peningaseðla. …