Samfélagsmiðlar

Bilaðar Boeing þotur þyngja lífróður Norwegian

Eigendur Icelandair þakka kannski fyrir að félagið losaði sig við Dreamliner þoturnar á sínum tíma. Þær standa þessa dagana á jörðinni óhreyfðar og auka enn á vandræði Norwegian sem er einn helsti keppinautur Icelandair. Bæði í flugi milli Evrópu og N-Ameríku en líka til og frá Keflavíkurflugvelli.

Ein af Dreamliner þotum Norwegian.

Tíu Dreamliner flugvélar úr flota Norwegian eru ónothæfar nú um stundir vegna bilanna sem í mörgum tilfellum má rekja til hreyfla. Sjö af þessum þotum eru hluti af fyrstu Dreamliner flugvélunum sem Norwegian fékk afhentar árið 2013 samkvæmt frétt Dagens Næringsliv. Fastlega má gera ráð fyrir að meðal þeirra séu þoturnar þrjár sem upphaflega voru ætlaðar Icelandair en líkt og Túristi rakti í síðustu viku þá tók Norwegian yfir pöntun Icelandair á þremur Dreamliner árið 2011. Haft er eftir talsmanni Norwegian í frétt DN að sex af þotunum tíu séu í hefðbundnu viðhaldi og í raun séu aðeins fjórar af 37 Dreamliner þotum félagsins í viðgerð.

Vegna ástandsins hefur Norwegian leigt sjö breiðþotur til að fylla það skarð sem hinar biluðu Boeing þotunr hafa skilið eftir í flota félagsins. Á sama tíma hefur kyrrsetning á Boeing MAX reynst félaginu dýrkeypt og tug milljarða leigureikningar hrannast upp hjá Norwegian samkvæmt úttekt Dagens Næringsliv. Því til viðbótar róa stjórnendur norska lággjaldaflugfélagsins einskonar lífróður þessa dagana enda er stórt skuldabréf á gjalddaga í desember og útlit fyrir að félagið eigi ekki fyrir uppgjörinu. Í síðustu viku buðu stjórnendur þess lánadrottnum veð í lendingarleyfum félagsins á Gatwick flugvelli í London gegn því að framlengja skuldabréfið. Nú þegar hefur talsmaður hóps, sem á um fimmtung af bréfunum, líst því opinberlega yfir að þeir muni hafna tilboðinu og krefjast hlutafjáraukningar í staðinn. Gengi Norwegian hefur í framhaldinu lækkað í norsku kauphöllinni.

Tryggð Norwegian við Boeing hefur því reynst félaginu dýr en stjórnendur þess prísa sig kannski sæla með að hafa ekki pantað nýjustu afurð flugvélaframleiðandans, Boeing 777X. Stefnt hefur verið að því að afhenda fyrstu eintökin af henni á næsta ári. Hlutar af skrokki vélarinnar stóðust hins vegar ekki álagspróf í verksmiðjum Boeing fyrir helgi og því hefur prufuflugum á vélinni verið frestað. Það gæti því dregist verulega að afhenda fyrstu eintökin af Boeing 777X og líkt og var raunin með Dreamliner á sínum tíma. Upphaflega gerðu forsvarsmenn Icelandair nefnilega ráð fyrir því að félagið yrði farið að ferja farþega með Dreamliner árið 2010. Þessar þotur voru svo fyrst afhentar Norwegian þremur árum síðar og þá hóf félagið áætlunarflug milli Evrópu og Norður-Ameríku.

Félagið hefur stóraukið umsvif sín á þeim markaði og boðið lægri fargjöld en áður þekktust. Og fyrir þessu hafa stjórnendur Icelandair vafalítið fundið fyrir því stóru evrópsku og bandarísku flugfélögin hafa svarað samkeppninni frá Norwegian með að lækka sín fargjöld og bjóða farmiða án farangursheimildar að hætti lággjaldaflugfélaga. Þar með hefur komið pressa á fargjöld Icelandair og hafa stjórnendur þess í staðinn einbeitt sér að farþegum á leið til og frá Íslandi. Á þeim markaði hefur Norwegian reyndar líka verið að hasla sér völl og mun í vetur fljúga héðan til fimm spænskra áfangastaða. Icelandair ætlaði sér stóra hluti í Spánarflugi eftir fall WOW air en enn þá hefur ekki heyrst meira af þeim plönum sem skýrist kannski að hluta til af sókn Norwegian hér á landi.

Staða Norwegian er hins vegar tvísýn og rekja má að einhverju leyti til þess trausts sem stjórnendur flugfélagsins hafa sett á nýframleiðslu frá Boeing. Það hefur reyndar líka forsvarsfólk Icelandair á þessari öld gert en þó sloppið með skrekkinn varðandi Dreamliner þoturnar. MAX krísan hefur hins vegar reynst Icelandair dýr.

Nýtt efni

Þetta eru ískyggilegar fréttir fyrir Íslendinga og aðrar þjóðir landanna sem liggja að Norður-Atlantshafi. Það er hluti af kjarngóðu og upplýstu uppeldi allra landsmanna að heyra um mikilvægi Golfstraumsins - helst snemma í frumbernsku, og landsmenn eru minntir á mikilvægi hans reglulega út æviskeiðið. Golfstraumurinn liggur frá Karíbahafinu og hingað norður eftir og gerir það …

Lestarferð á fjölförnustu viðskiptaferðaleiðum Bretlands losar innan við helming af því CO2 sem jafn löng ferð með rafbíl gerir, samkvæmt útreikningum sem The Rail Delivery Group, hagsmunasamtök lestarfélaga þar í landi, hafa reiknað út og sagt er frá í The Guardian. Þar sem um er að ræða vistvænstu lestirnar, sem einungis ganga fyrir rafmagni, þá …

Toyota í Japan tilkynnti í morgun að framleiðsla fyrirtækisins hefði aukist um sjö prósent í janúar og að þetta væri þrettándi mánuðurinn í röð sem fleiri bílar væru framleiddir en í sama mánuði árið á undan. Meginskýringin er sögð mikil eftirspurn í Bandaríkjunum. Í janúar runnu rúmlega 740 þúsund fleiri Toyotur af færiböndum verksmiðjanna en …

Við þeim sem fara um Ráðhústorg í Kaupmannahöfn þessa dagana blasir við risastór auglýsing frá Icelandair. Velunnari FF7 var þar á ferð í vikunni og sendi meðfylgjandi mynd. Auglýsingin er á húsi númer fjögur við Ráðhústorg og fyrir hornið á vegg sem snýr að H.C. Andersen Boulevard, sem er mikil umferðaræð í gegnum miðborgina. Unnið …

Tæknirisinn Apple hefur síðastliðinn áratug unnið að þróun rafknúinna og sjálfstýrðra ökutækja sem þó aldrei hafa verið formlega kynnt. Og það verður varla úr þessu því nú hefur þessari þróunarvinnu verið hætt samkvæmt frétt Bloomberg. Þriðjungurinn af þeim mörg hundruð manns sem unnið hafa að bílaverkefninu verða færð yfir á svið gervigreindar hjá Apple en …

Útibú Arion banka á Keflavíkurflugvelli lokaði í janúar og við fjármálaþjónustu í flugstöðinni tók Change Group sem hátti hagkvæmasta tilboðið í þennan rekstur í útboði sem Isavia efndi til í fyrra. Ennþá er Change Group þó ekki komin með tilskilin leyfi til að sinna gjaldeyrisviðskiptum hér á landi samkvæmt því sem FF7 kemst næst og …

Hún er svo vinsæl, bandaríski rithöfundurinn Sarah J. Maas, að þegar þriðja bindið í Crescent City-bókaflokknum kom út þann 30. janúar síðastliðinn stóðu aðdáendur hennar í löngum röðum í vetrarkuldanum fyrir framan bókabúðirnar sem höfðu ákveðið að opna búðir sínar á miðnætti á útgáfudeginum í New York og víðar um Bandaríkin. Þessar raðir fyrir framan …

Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur áætlað að af öllum mat sem framleiddur er í heiminum fari um þriðingur í ruslið, eða 1,3 milljarðar tonna á ári. Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna hefur áætlað að á heimsvísu fari um 17 prósent af öllum mat í matvöruverslunum, á veitingastöðum og á heimilum í ruslið. Það er gríðarlegt magn af prýðisgóðri næringu sem þar fer …