Samfélagsmiðlar

Mega falla frá kaupum á MAX

Fjármálastjóri Norwegian segir félagið geta hætt við kaup á MAX þotum ef afhending dregst í meira en tólf mánuði. Ekki hefur fengið upplýst hvort Icelandair eigi sama rétt en telja má víst að samnningar félagsins við Boeing séu upp á borðum í yfirstandandi viðræðum við hluthafa.

Starfsmenn Boeing þegar fyrsta MAX 10 þotan var tilbúin.

Krafa Norwegian á Boeing hækkar með hverjum degi þar sem kyrrsetning MAX þotanna er ennþá í gildi. Mögulegar fébætur frá Boeing nægja þó ekki einar og sér til að koma Norwegian úr núverandi lausafjárkrísu. Þetta kemur fram í viðtali við Geir Karlsen, fjármálastjóra Norwegian, á norska viðskiptavefnum E24. Icelandair hefur aftur á móti í tvígang gert samkomulag við bandaríska flugvélaframleiðandann um bætur vegna MAX þotanna eftir að þær voru kyrrsettar um miðjan mars í fyrra í kjölfar tveggja flugslysa þar sem 346 manns misstu lífið.

Fjármálastjóri Norwegian segir í viðtalinu að ekki sé hægt að reikna með háum bótum frá Boeing og hvað þá einhverju sem geti bjargað Norwegian. Skýringin á því er meðal annars sú kreppa sem heimsbyggðin er í núna sem hefur leikið Boeing grátt eins og svo mörg önnur fyrirtæki. Norwegian stendur á sama tíma mjög tæpt en þann fjórða maí næstkomandi verður að liggja fyrir hvort lánadrottnar félagsins samþykki tillögur um að breyta skuldum í eigið fé. Stórbætt eiginfjárhlutfall er ein af forsendum þess að Norwegian fái þá lánaábyrgð sem norska ríkið hefur lofað félaginu.

Í ljósi ört versnandi stöðu Boeing þá má kannski segja að stjórnendur Icelandair hafi gert vel í því að sækja bætur fljótt vegna MAX þotanna. Upplýsingar um samkomulagið eru þó ekki opinberar og til að mynda voru bæturnar að hluta til færðar inn í bókhald Icelandair sem farþegatekjur. Eins hafa ekki verið veittar upplýsingar um hvort Icelandair hafi, í tengslum við bótagreiðslurnar, fallið frá rétti sínum til að skila þotum vegna þeirrar miklu tafar sem orðið hefur á afhendingu þotanna.

Norwegian hefur alla vega rétt á að falla frá kaupum á MAX flugvélum án þess að skulda Boeing krónu ef afhending þotu hefur dregist í tólf mánuði samkvæmt því sem Karslen, fjármálastjóri Norwegian, segir í viðtalinu við E24. Hann bendir þó á að þetta eigi við um hverja flugvél fyrir sig en ekki allan samninginn og ennþá heldur Norwegian í sína pöntun þó hluti af MAX þotunum séu nú þegar ári á eftir áætlun.

Ekki liggur fyrir hvort Icelandair hafi átt eða eigi ennþá þennan sama uppsagnarrétt en félagið gerði á sínum tíma samning um kaup á sextán MAX þotum. Aðeins sex þeirra hafa verið afhentar og þrjár í viðbót eru tilbúnar en standa við verksmiðjur Boeing í Washington fylki í Bandaríkjunum. Það má því telja það víst að Boeing nær því ekki að standa við þær tímasetningar sem gengið var út frá enda liggur öll framleiðsla á þotunum niðri.

Túristi spurðist fyrir um það í síðustu viku hvort Icelandair gæti fallið frá kaupum á þeim MAX þotum sem eftir á að framleiða. Í svari Icelandair segir að ekki sé hægt að fara út í efnisatriði kaupsamningsins þar sem hann er trúnaðarmál.

Fjármálastjóri Norwegian telur sig greinilega ekki bundinn af þessum trúnaði samanber ofangreind orð hans um að falla megi frá kaupum á MAX þotum ef afhending dregst um að minnsta kosti eitt ár. Það má þó telja öruggt að staðan á pöntun Icelandair hjá Boeing sé til umræðu á þeim fundum sem stjórnendur flugfélagsins eiga þessa dagana með hluthöfum um að leggja félaginu til aukið fé.


Viltu styðja Túrista?

Nú þegar virkilega á reynir þá stendur Túristi vaktina frá morgni til kvölds. Ef þú ert einn þeirra lesenda sem finnst gagn í skrifum Túrista þá væri ómetanlegt ef þú myndir leggja útgáfunni lið. Smelltu hér fyrir nánari upplýsingar.

Nýtt efni

Í byrjun apríl tók Einar Örn Ólafsson við sem forstjóri Play eftir að hafa verið stjórnarformaður þess allt frá því að félagið hóf áætlunarflug fyrir bráðum þremur árum síðan. Stuttu eftir að Einar Örn settist á forstjórastólinn réði hann Sigurð Örn Ágústsson, fyrrum forstjóra Bláfugls, sem framkvæmdastjóra viðskiptaþróunar og gerði Arnar Má Magnússon að aðstoðarforstjóra. …

Samkvæmt nýútkominni ársskýrslu Ferðamálaráðs Grænlands - Visit Greenland fjölgaði flugfarþegum sem komu til Grænlands um 9 prósent á síðasta ári. Met fyrra árs var þar með slegið. Alls voru 64.910 taldir við brottför frá landinu, tæplega 40 þúsund Grænlendingar og nærri 37 þúsund Danir. Af einstökum öðrum þjóðahópum voru Þjóðverjar fjölmennastir, nærri 3.600, Bandaríkjamenn rúmlega …

Ef ekki nást samningar milli Norwegian og norska flugmanna félagsins fyrir lok vinnuvikunnar þá munu 17 flugmenn félagsins leggja niður störf strax um helgina. Alf Hansen, formaður félags flugmanna hjá Norwegian, segir að krafa sé gerð um bæði hærri laun og betri vinnutíma. „Við vinnum sex af hverjum níu helgum. Til viðbótar er vinnuálagið mest …

Þetta eru góðar fréttir fyrir starfsmenn Mirafiori-verksmiðja Fiat í Tórínó, eins anga Stellantis-samsteypunnar, en bakslag í augum þeirra sem vilja ekkert hik í orkuskiptum í samgöngum. Eitt sinn var Mirafiori stærsta verksmiðjuhverfi Ítalíu og þar starfar enn elsta bílaverksmiðja Evrópu. En í bílaiðnaði nútímans lifir enginn á fornri frægð. Verði blendingsútgáfa af litla 500e smíðuð …

Evrópuþingið hefur samþykkt tilskipun Framkvæmdastjórnar ESB um kolefnishlutlausan iðnað, Net Zero Industry Act, eða NZIA, sem ætlað er að efla vistvænan iðnað í Evrópu og auka framleiðsluafköst í hreinorkutækni. Samræmdar reglur og fyrirsjáanleiki í viðskiptaumhverfi græns iðnaðar eiga að skila sér í meiri samkeppnishæfni og styrk iðnaðar í álfunni og fjölgun sérhæfðra starfa. Vonast er …

Komið hefur í ljós að gjaldtaka af ferðamönnum sem koma til Feneyja hefur ekki náð þeim tilgangi sínum að hemja troðningstúrisma í borginni fögru við Adríahaf. Dagpassarnir svonefndu hafa þvert á móti valdið ólgu meðal íbúa og ruglað ferðamenn í ríminu. Útgáfa passanna hófst 25. apríl og verður ekki sagt að á þeim mánuði sem …

Bílaframleiðendur í Brasilíu hafa fulla trú á því að auk þess sem notaðir verði málmar á borð við litíum, nikkel og kóbalt til að búa til bílarafhlöður verði líka þörf á gamla, góða sykrinum til að gera samgöngur vistvænni í framtíðinni. Flestir bílar sem framleiddir eru fyrir Brasilíumarkað ganga fyrir blöndu af bensíni og etanóli, …

Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP29) fer fram í Bakú í Aserbaísjan dagana 11. – 22. nóvember og nú á föstudaginn rennur úr frestur til að skila inn umsóknum um þátttöku í viðskiptasendinefnd Íslands. Að hámarki 50 manns fá þar sæti en gert er ráð fyrir að hvert fyrirtæki sendi að hámarki tvo fulltrúa. Í sendinefndinni sem …