Samfélagsmiðlar

Skilyrði að flugfélögin noti helming lendingarleyfanna í sumar

Kvöð um lágmarksnýtingu á brottfarar- og komutímum var felld niður í Bretlandi í gær. Önnur Evrópuríki munu ólíklega fylgja því fordæmi.

gatwick braut

Umferðin um Gatwick flugvöll í London gæti orðið óvenju lítil í sumar í samanburði við marga aðra breska flugvelli.

Innan evrópska fluggeirans hefur verið tekist á um hvort framlengja eigi undanþágu frá lágmarksnýtingu á lendingarleyfum á flugvöllum. Almenna reglan er sú að flugfélög verða að nýta þessi svokölluðu slott í að lágmarki áttatíu prósent tilvika ef þau ætla að halda þeim áfram.

Þannig myndi Icelandair missa slottin sín á Heathrow flugvelli nema fljúga þangað að minnsta kosti ellefu ferðir í viku að jafnaði. Þetta eru einmitt lendingarleyfin sem ríkið fær mögulega veð í ef Icelandair gengur á 16 milljarða kr. lánalínuna sem Alþingi samþykkti sl. haust.

Meira frátekið en notað verður

Vegna heimsfaraldursins var fallið frá þessari kröfu um lágmarksnýtingu á flugvöllum út um allan heim í fyrrasumar og nú í vetur einnig. Yfirvöld vestanhafs hafa framlengt þessa undanþágu fyrir komandi sumar og það gerðu bresk stjórnvöld einnig í gær.

Ráðamenn Evrópusambandsins vilja fara aðra leið og þeirra útgáfa mun þá einnig gilda á Keflavíkurflugvelli. En eins og Túristi hefur áður fjallað um þá er Icelandair með frátekin fleiri lendingarleyfi á flugvellinum nú í sumar en félagið hefur áður fengið. Play sótti svo um álíka mörg leyfi og WOW air var með í lokin.

Ennþá er Play þó ekki komið með flugrekstrarleyfi en þess háttar er forsenda fyrir því að fá leyfunum úthlutað.

Draugahúsið í Gatwick

Innan Evrópu hafa tekist á tvö ólík sjónarmið um hvort framlengja eigi undanþáguna. Stjórnendur hefðbundinna flugfélaga eins og Lufthansa hafa barist fyrir áframhaldandi framlengingu og jafnvel hótað því að fljúga tómum þotum til að uppfylla kröfu um 80 prósent nýtingu.

Forráðamenn lágfargjaldaflugfélaga eins og Wizz Air og Ryanair hafa hins vegar farið fram á endurúthlutun á illa nýttum lendingarleyfum. Undir þann málflutning hafa stjórnendur Gatwick flugvallar í London tekið. Þeir sjá nefnilega fram á að Norwegian og British Airways skilji eftir stór göt í dagskrá flugvallarins í sumar. Á sama tíma vill Wizz Air og líka hið bandaríska Jet Blue komast að á Gatwick. Forstjóri Wizz Air segir að breska flugstöðin verði eins og draugahús að öllu óbreyttu.

Helmings nýting að lágmarki

Ráðamenn ESB leggja hins vegar til að flugfélög fái að skila allt að helmingi þeirra leyfa sem þau hafa í dag en afsali sér þeim þó ekki fyrir sumarið 2022. Leyfin sem flugfélögin vilja halda verður hins vegar að nýta í að minnsta kosti helmingi tilfella.

Endanlega tilkipun um þessa niðurstöðu hefur ekki verið gefin út en búist er við henni seinnihlutann í febrúar samkvæmt . Um leið ætti þá að skýrast hvernig málum verður háttað á Keflavíkurflugvelli og hvort flugáætlanir flugfélaganna taki miklu breytingum í kjölfarið.

Nýtt efni

Ef ekki nást samningar milli Norwegian og norska flugmanna félagsins fyrir lok vinnuvikunnar þá munu 17 flugmenn félagsins leggja niður störf strax um helgina. Alf Hansen, formaður félags flugmanna hjá Norwegian, segir að krafa sé gerð um bæði hærri laun og betri vinnutíma. „Við vinnum sex af hverjum níu helgum. Til viðbótar er vinnuálagið mest …

Þetta eru góðar fréttir fyrir starfsmenn Mirafiori-verksmiðja Fiat í Tórínó, eins anga Stellantis-samsteypunnar, en bakslag í augum þeirra sem vilja ekkert hik í orkuskiptum í samgöngum. Eitt sinn var Mirafiori stærsta verksmiðjuhverfi Ítalíu og þar starfar enn elsta bílaverksmiðja Evrópu. En í bílaiðnaði nútímans lifir enginn á fornri frægð. Verði blendingsútgáfa af litla 500e smíðuð …

Evrópuþingið hefur samþykkt tilskipun Framkvæmdastjórnar ESB um kolefnishlutlausan iðnað, Net Zero Industry Act, eða NZIA, sem ætlað er að efla vistvænan iðnað í Evrópu og auka framleiðsluafköst í hreinorkutækni. Samræmdar reglur og fyrirsjáanleiki í viðskiptaumhverfi græns iðnaðar eiga að skila sér í meiri samkeppnishæfni og styrk iðnaðar í álfunni og fjölgun sérhæfðra starfa. Vonast er …

Komið hefur í ljós að gjaldtaka af ferðamönnum sem koma til Feneyja hefur ekki náð þeim tilgangi sínum að hemja troðningstúrisma í borginni fögru við Adríahaf. Dagpassarnir svonefndu hafa þvert á móti valdið ólgu meðal íbúa og ruglað ferðamenn í ríminu. Útgáfa passanna hófst 25. apríl og verður ekki sagt að á þeim mánuði sem …

Bílaframleiðendur í Brasilíu hafa fulla trú á því að auk þess sem notaðir verði málmar á borð við litíum, nikkel og kóbalt til að búa til bílarafhlöður verði líka þörf á gamla, góða sykrinum til að gera samgöngur vistvænni í framtíðinni. Flestir bílar sem framleiddir eru fyrir Brasilíumarkað ganga fyrir blöndu af bensíni og etanóli, …

Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP29) fer fram í Bakú í Aserbaísjan dagana 11. – 22. nóvember og nú á föstudaginn rennur úr frestur til að skila inn umsóknum um þátttöku í viðskiptasendinefnd Íslands. Að hámarki 50 manns fá þar sæti en gert er ráð fyrir að hvert fyrirtæki sendi að hámarki tvo fulltrúa. Í sendinefndinni sem …

Hann er önnum kafinn við að búa til smjördeig fyrir bökurnar þegar símaviðtalið hefst en er með hendurnar frjálsar og spjallar á meðan. Smjördeigið á leið yfir botninn með fyllingunni - MYND: © Arctic Pies „Við vorum þrír Ástralir sem stofnuðum þetta fyrirtæki saman og tengdum í gegnum þessa sömu matarupplifun. Það er pínu flókið …

Á fimmta hundrað flugvallarstarfsmenn í Ósló og Bergen munu leggja niður störf á miðnætti ef ekki nást samningar um nýjan kjarasamning. Viðræðurnar stranda aðallega á kröfum um bætt lífeyrisréttindi og aukin veikindarétt að því segir í frétt Norska ríkisútvarpsins. Ef til verkfalls kemur er viðbúið að það hafi mikil áhrif á umferðina um flugvellina í …