Samfélagsmiðlar

Mest lesnu ferðagreinar ársins

Þessar tíu greinar lásu lesendur Túrista oftast í ár.

Allt frá því að Túristi hóf göngu sína sumarið 2009 þá hefur lesturinn aukist ár frá ári og 2018 var þar engin undantekning. Í ár voru heimsóknirnar um 600 þúsund talsins og síðunni var flétt nærri þrisvar sinnum í hverri heimsókn. Þetta er umtalsverð viðbót frá því í fyrra og vafalítið hefur ókyrrðin í kringum flugfélögin haft þar töluvert að segja og eins sú mikla ferðagleði sem nú ríkir meðal Íslendinga.

Áskrifendur að fréttabréfi Túrist hefur líka fjölgað í ár og eru þær núna rétt tæplega 10 þúsund. Enski hluti síðunnar hefur líka fengið töluverða athygli og erlendir fjölmiðlar hafa nýtt sér efni hans óspart í ár.

Þessar tíu greinar eru þó þær sem flestir lásu í ár.

  1. Til þessara borga geturðu flogið í sumar
  2. Bestu ódýru hótelin í Kaupmannahöfn
  3. 18 þúsund fyrir helgarflug til Rómar
  4. Þotunum skilað strax í dag
  5. 10 spurningar um snúna stöðu Icelandair og WOW sem er ósvarað
  6. Keyra hálftómar rútur frá Keflavíkurflugvelli
  7. Flugvélamaturinn er sjaldnast ókeypis
  8. Fýluferð utanríkisráðherra á vegum WOW air
  9. Flugfélögin segja upp fólki
  10. Gjörólík tösku- og sætisgjöld

Túristi þakkar lesendum sínum fyrir samfylgdina í ár og óskar öllum góðrar ferðar á því næsta.

Nýtt efni

Brasilíski flugframleiðandinn Embraer greinir frá góðum gangi í pöntunum og afhendingu véla á fyrstu mánuðum ársins. Mestur var fögnuðurinn í höfuðstöðvunum í São José dos Campos þegar American Airlines staðfesti kaup á 90 farþegaþotum af gerðinni E175, sem verða notaðar í innanlandsflugi og eru hluti af stórri endurnýjun flugflota félagsins. E175 eru meðaldrægar vélar, oftast …

Faxaflóahafnir héldu vorfund sinn fyrir helgi til að kynna fyrirtækjum í ferðaþjónustu skipulag sumarsins við móttöku skemmtiferðaskipa, sem tekur mið af því raski sem verður vegna byggingar farþegamiðstöðvar Faxaflóahafna. Þeim framkvæmdum á að ljúka að tveimur árum liðnum, eins og FF7 greindi nýverið frá. Fram kom á fundinum að gert er ráð fyrir rúmlega 308 …

Fréttaveitan Bloomberg sagði frá því á dögunum að mikil úlfúð ríkti í alþjóðlegu kolefnisvottunarsamtökunum Science Based Targets initiatives, eða SBTi.  Fyrirtæki um allar koppagrundir hafa lengi reitt sig á vottanir frá SBTi þegar þau hafa fullyrt að þau stefni að kolefnishlutleysi.  Yfirleitt er kannski lítil ástæða til þess að fólk kippi sér upp við slæman starfsanda og …

Þegar lent er á flugvelli á ESB-svæðinu bíður farþeganna ekki verslun með tollfrjálsan varning við töskubeltin. Þess háttar er aðeins í boði fyrir brottför. Í Evrópuríkjum utan ESB gefst hins vegar tækifæri til að kaupa ódýrara áfengi við komuna eins og við þekkjum frá Keflavíkurflugvelli. Þeir sem nýta tollinn sinn þar til að kaupa léttvín …

Þrjár þotur Loftleiða munu næstu misseri fljúga viðskiptavinum erlendra ferðaskrifstofa hringinn í kringum heiminn. Um borð eru sætin stærri og færri en í hefðbundnu áætlunarflugi enda kostar ferðalagið skildinginn. Hver farþegi borgar 25 milljónir fyrir ferðalag líkt og farið var yfir í fréttum Stöðvar 2.  Það er ekkert nýtt að Icelandair leigi þotu og áhöfn í …

Fyrir viku hélt Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, fund með helstu ráðgjöfum sínum, innanríkisráðherra og fulltrúum veðurstofu og almannavarna landsins til að ræða viðbrögð við hitatíðinni framundan, frá apríl til júní. Sérstaklega er talin ástæða nú til aðgæslu vegna áhrifa loftslagsbreytinga á veðurfar. Verulegar líkur eru taldar á að hiti fari fram úr venjulegum hámarkshita í …

Frumvarp um að veita þúsundum óskráðra innflytjenda á Spáni heimild til landvistar og atvinnu er nú til meðferðar í fulltrúadeild spænska þingsins (Congreso de los Diputados) eftir að 700 þúsund manns höfðu undirritað áskorun um setningu laga þessa efnis. Nærri 900 samtök studdu þessa áskorun um að breyta stöðu óskráðra útlendinga í landinu.  Ef fyrirliggjandi …