Samfélagsmiðlar

Mismunandi væntingar um leigutekjur frá hótelum

Hótel KEA er í fasteign sem er í eigu Regins.

Nú á síðasta fjórðungi ársins verða tekjur Reita af útleigu til hótelfyrirtækja nálægt því jafn háar og þær voru fyrir heimsfaraldur. Þessi spá birtu stjórnenda fasteignafélagsins var á afkomufundi í síðustu viku.

Gistinætur á hótelunum höfuðborgarinnar, þar sem allar hótelbyggingar Reita eru, verða þó að öllu óbreyttu umtalsvert færri en þær voru. Að sama skapi er ósennilegt að tekjur af hótelrekstri verði á pari við það sem var fyrir heimsfaraldur nú í árslok. Hótel sem leigja hjá Reitum eiga þó að standa undir nærri fullri leigu en væntingar forsvarsfólks fasteignafélaganna Regins og Kaldalóns eru aðrar.

„Við gerum ráð fyrir að „Covid áhrifa“ muni gæta á tekjustreymi okkar viðskiptavina, sem starfa innan ferðaþjónustunnar, í um tvö ár héðan í frá. Þetta mun í einhverjum tilvikum hafa áhrif á leigutekjur til okkar, t.d. frá miðbæjar verslunum og hótelum. Við teljum þó að hótelin verði öll komin á eðlilegt ról um mitt næsta ár hvað varðar leigutekjur,“ segir Helgi S. Gunnarsson, forstjóri Reginn, í svari við fyrirspurn Túrista um væntingarnar þar á bæ.

Helgi bendir jafnframt á að áhrif þessa á heildartekjur Regins verði hverfandi því vægi leigutekna frá hótelum er aðeins sex til átta prósent hjá fasteignafélaginu.

Hjá Reitum er hlutfallið mun hærra eða tuttugu prósent og þar af voru Icelandair hótelin með rúmlega helming.

Sú hótelkeðja er ekki meðal viðskiptavina Regins en aftur á móti leigir félagið út tvær fasteignir til Keahótelanna, Hótel KEA á Akureyri og Apótekhótel í Reykjavík. Aðrar hótelbyggingar sem Reginn á og leigir út eru Hótel Klettur, Hótel Óðsinvé og hótelhæð í turninum við Höfðatorg.

Hjá fasteignafélaginu Kaldalóni, sem keyptu hefur þrjár hótelbyggingar í höfuðborginni í sumar, er fyrst gert ráð fyrir að hótelin verði komin í fullan rekstur í lok næsa árs. Þetta hefur komið fram í tilkynningum Kaldalóns í tengslum við fjárfestingar sumarsins. Stærsti leigutakinn hjá félaginu eru Keahótelin en nokkrir af eigendum þeirrar hótelkeðju eru komnir í hópi stærstu hluthafa fasteignafélagsins. Það á þó ekki við um Landsbankanna sem varð stærsti hluthafinn í Keahótelunum eftir að gamla móðurfélag keðjunnar fór í þrot.

Nýtt efni

Fyrsta skemmtiferðaskip ársins kom til Ísafjarðar um síðustu helgi, þýska AIDAsol með nærri í 2.200 farþega. Á sunnudag koma tvö skip með væntanlega 3.000 - 4.000 farþega. Það er farþegafjöldi undir öllum viðvörunarmörkum sem Ísafjarðarbær ætlar að fylgja í framtíðinni vegna komu skemmtiferðaskipa. Nýsamþykktar fjöldatakmarkanir gilda raunar ekki á þessu ári þar sem bókanir hafa …

Í marsmánuði fór fjöldi erlendra ferðamanna í Japan í fyrsta skipti yfir 3 milljónir, samkvæmt tölum sem birtar voru í síðustu viku. Um 2,7 milljónir komu í febrúar. Auðvitað nýtur japönsk ferðaþjónusta nú uppsafnaðrar löngunar erlendra ferðamanna á að heimsækja loks Japan eftir langvarandi lokun og ferðahindranir í tengslum við Covid-19 en það er ekki …

Jón Atli Benediktsson rektor Háskóla Íslands var heiðraður á ársfundi Meet in Reykjavik í gær. Hann leiddi til sigurs umsókn Íslands um að fá ráðstefnuna „International Geoscience and Remote Sensing Symposium (IGARSS)“ til Reykjavíkur í júlí 2027. Gert er ráð fyrir að 2.500 erlendir vísindamenn og fagfólk á sviði fjarkönnunar frá öllum heimshornum sæki ráðstefnuna …

United Airlines tilkynntu í gær um betri afkomu en vænst var á öðrum ársfjórðungi. Þetta kemur í framhaldi af því að tapið á fyrsta fjórðungi var minna en óttast hafði verið. Megin ástæða þess að vel gengur er einfaldlega mikill áhugi á ferðalögum. Hlutabréf í United hækkuðu strax í fyrstu viðskiptum eftir að tilkynnt var …

Japanskir bílaframleiðandur hafa dregist aftur úr nýrri fyrirtækjum á borð við bandaríska Tesla og kínverska BYD í þróun rafbílasmíði. En menn velta því fyrir sér hvort japanskir framleiðendur á borð við Toyota og Nissan verði ekki fljótir að vinna upp það forskot - og jafnvel ná forystu - með þróun nýrrar gerðar rafhlaðna, sem vonir …

„Viltu nýjan bíl? Ef svarið er já, þá þurfum við að finna pening til að kaupa bílinn. Við getum aflað hans með sjávarútvegi en sú grein er takmörkuð og margir vilja setja skorður á fiskeldi. Til að auka framleiðslu á málmum þarf meiri raforku. Þá er það ferðaþjónustan sem er eftir og því þarf að …

Yfir veturinn eru Bretar fjölmennastir í hópi ferðamanna hér á landi en fyrstu þrjá mánuði þessa árs innrituðu 109 þúsund breskir farþegar sig í flug frá Keflavíkurflugvelli. Fjöldinn stóð í stað frá sama tíma í fyrra en hins vegar fjölgaði brottförum útlendinga um tíund þessa þrjá mánuði. Efnahagsástandið í Bretlandi kann að skýra að það …

Því var fagnað í gær að undirrituð hefði verið viljayfirlýsingu um að Íslandshótel og fjárfestar tengdir Skógarböðunum ætluðu að byggja og reka fjögurra stjörnu hótel við Skógarböðin í Eyjafirði gegnt Akureyri. Á væntanlegu baðhóteli verða 120 herbergi. Sjallinn - MYND: Facebook-síða Sjallans Íslandshótel hafa líka haft áform um að reisa hótel í miðbæ Akureyrar, þar …