Samfélagsmiðlar

Vísbendingar um versnandi stöðu erlendra flugfélaga á Keflavíkurflugvelli

Tómu sætunum í áætlunarferðum erlendu flugfélaganna hingað til lands hefur líklega fjölgað þónokkuð í síðasta mánuði. Sú þróun er sérstaklega varasöm á Keflavíkurflugvelli sem á mikið undir lággjaldaflugfélögum.

Breska lággjaldaflugfélagið easyJet er langumsvifamesta erlenda flugfélagið hér á landi á veturna. Nú gæti tómum sætunum um borð í ferðum félagsins til Íslands verið farið að fjölga.

Erlendu ferðafólki hér á landi fækkaði meira í janúar en ný ferðamannaspá Isavia gerði ráð fyrir. Vegna þessarar miklu skekkju sendi Isavia frá sér tilkynningu þar sem tilgreindar voru ástæður þess að spáin fór töluvert út af sporinu nokkrum dögum eftir að hún var birt. Ein af skýringum sem gefnar eru á þessari skekkju er sú að sætanýting í flugi til og frá Keflavíkurflugvelli í janúar hafi lækkað úr 78 prósentum niður í 74 prósent miðað við sama tíma í fyrra.

Svona nýtingatölur hefur Isavia ekki gefið út áður en það gera íslensku flugfélögin hins vegar í hverjum mánuði. Og samkvæmt þeim þá stóð nýtingin hjá Icelandair nærri því í stað í janúar og var rétt um 72 prósent. Hún lækkaði aftur á móti verulega hjá WOW air úr 88 prósentum í áttatíu prósent í samanburði við janúar í fyrra. Aukið vægi Icelandair í umferðinni um Keflavíkurflugvöll og þunnskipaðri þotur hjá WOW air skýra því að stórum hluta afhverju sætanýtingin í flugi til og frá Keflavíkurflugvelli lækkaði um fjögur prósentustig í janúar.

Það verður þó ekki horft fram hjá því að ofannefndar tölu gefa jafnframt vísbendingu um að erlendu flugfélögin eigi orðið erfiðara með að selja lausu sætin í ferðir sínar til Íslands. Miðað við talningar Túrista á vægi íslenskra og erlendra flugfélaga í flugumferðinni um Keflavíkurflugvöll og fyrrnefndar nýtingatölur má reikna út að sætanýting erlendu flugfélaganna hefur líklega fallið um 3 til 5 prósentustig í janúar og endað í kringum 71-73 prósent.

Flugfélög eins og Finnair, Lufthansa og British Airways, sem byggja t.d. Íslandsflug sitt á tengifarþegum, m.a. frá Asíu, geta sætt sig við að fljúga hingað til lands með nokkuð af tómum sætum. Lággjaldaflugfélög gera hins vegar kröfu um þéttskipaðar þotur og það er áhyggjuefni ef nýtingin hjá þeim hefur lækkað verulega.

Það eru nefnilega lággjaldaflugfélögin easyJet, Wizz Air og Norwegian sem stóðu undir nærri þremur af hverjum fjórum áætlunarferðum erlendra flugfélaga hingað til lands í síðasta mánuði. Og það er þekkt að flugfélög eins og þessi skera oftast fyrst niður lengri flugleiðir þegar kemur að því að hagræða. Forsvarsmenn Norwegian hafa til að mynda boðað þess háttar aðgerðir og hættir félagið Íslandsflugi frá Róm í lok mars.

Hafa verður í huga að þessir útreikningar hér að ofan byggja ekki á fullkomnum upplýsingum enda situr Isavia á þeim. Samanburður á sætanýtingatölu flugvallar og flugfélaga er líka takmörkunum háður. Flugfélög miða við fluglengd þegar þau reikna út nýtingahlutfall en það gerir Isavia ólíklega þegar félagið reiknar út nýtingu í flugi til og frá Keflavíkurflugvelli. Það verður hins vegar ekki horft framhjá því að teikn eru á lofti og við þær aðstæður væri kostur ef Isavia myndi deila frekari gögnum. Forstjóri Isavia kýs frekar að óttast „miklu, miklu verri niðurstöðu“ í einrúmi.

Stjórnendur Isavia gætu til að mynda tekið kollega sína í Kaupmannahöfn sér til fyrirmyndar en í dag birti flugvöllur borgarinnar sitt mánaðarlega uppgjör þar sem fram kemur hvernig fjöldi farþega þróaðist á 10 fjölförnustu flugleiðunum. Þess háttar uppgjör hafa Danir birt um árabil.

Þennan upplýsingaskort varðandi flugumferð kærði Túristi síðastliðið vor til úrskurðarnefndar upplýsingamála en málið hefur ekki ennþá verið tekið fyrir. Forsvarsfólk bæði Icelandair og WOW veittu beiðni Túrista neikvæða umsögn þegar Isavia ráðfærði sig við félögin í kjölfar kærunnar.

Nýtt efni

Fyrsta skemmtiferðaskip ársins kom til Ísafjarðar um síðustu helgi, þýska AIDAsol með nærri í 2.200 farþega. Á sunnudag koma tvö skip með væntanlega 3.000 - 4.000 farþega. Það er farþegafjöldi undir öllum viðvörunarmörkum sem Ísafjarðarbær ætlar að fylgja í framtíðinni vegna komu skemmtiferðaskipa. Nýsamþykktar fjöldatakmarkanir gilda raunar ekki á þessu ári þar sem bókanir hafa …

Í marsmánuði fór fjöldi erlendra ferðamanna í Japan í fyrsta skipti yfir 3 milljónir, samkvæmt tölum sem birtar voru í síðustu viku. Um 2,7 milljónir komu í febrúar. Auðvitað nýtur japönsk ferðaþjónusta nú uppsafnaðrar löngunar erlendra ferðamanna á að heimsækja loks Japan eftir langvarandi lokun og ferðahindranir í tengslum við Covid-19 en það er ekki …

Jón Atli Benediktsson rektor Háskóla Íslands var heiðraður á ársfundi Meet in Reykjavik í gær. Hann leiddi til sigurs umsókn Íslands um að fá ráðstefnuna „International Geoscience and Remote Sensing Symposium (IGARSS)“ til Reykjavíkur í júlí 2027. Gert er ráð fyrir að 2.500 erlendir vísindamenn og fagfólk á sviði fjarkönnunar frá öllum heimshornum sæki ráðstefnuna …

United Airlines tilkynntu í gær um betri afkomu en vænst var á öðrum ársfjórðungi. Þetta kemur í framhaldi af því að tapið á fyrsta fjórðungi var minna en óttast hafði verið. Megin ástæða þess að vel gengur er einfaldlega mikill áhugi á ferðalögum. Hlutabréf í United hækkuðu strax í fyrstu viðskiptum eftir að tilkynnt var …

Japanskir bílaframleiðandur hafa dregist aftur úr nýrri fyrirtækjum á borð við bandaríska Tesla og kínverska BYD í þróun rafbílasmíði. En menn velta því fyrir sér hvort japanskir framleiðendur á borð við Toyota og Nissan verði ekki fljótir að vinna upp það forskot - og jafnvel ná forystu - með þróun nýrrar gerðar rafhlaðna, sem vonir …

„Viltu nýjan bíl? Ef svarið er já, þá þurfum við að finna pening til að kaupa bílinn. Við getum aflað hans með sjávarútvegi en sú grein er takmörkuð og margir vilja setja skorður á fiskeldi. Til að auka framleiðslu á málmum þarf meiri raforku. Þá er það ferðaþjónustan sem er eftir og því þarf að …

Yfir veturinn eru Bretar fjölmennastir í hópi ferðamanna hér á landi en fyrstu þrjá mánuði þessa árs innrituðu 109 þúsund breskir farþegar sig í flug frá Keflavíkurflugvelli. Fjöldinn stóð í stað frá sama tíma í fyrra en hins vegar fjölgaði brottförum útlendinga um tíund þessa þrjá mánuði. Efnahagsástandið í Bretlandi kann að skýra að það …

Því var fagnað í gær að undirrituð hefði verið viljayfirlýsingu um að Íslandshótel og fjárfestar tengdir Skógarböðunum ætluðu að byggja og reka fjögurra stjörnu hótel við Skógarböðin í Eyjafirði gegnt Akureyri. Á væntanlegu baðhóteli verða 120 herbergi. Sjallinn - MYND: Facebook-síða Sjallans Íslandshótel hafa líka haft áform um að reisa hótel í miðbæ Akureyrar, þar …