Samfélagsmiðlar

Snæbjörn Arngrímsson

HöfundurSnæbjörn Arngrímsson
Snæbjörn Arngrímsson

Snæbjörn Arngrímsson

Snæbjörn Arngrímsson, bókmenntafræðingur og rithöfundur í Kaupmannahöfn, var mikilvirkur bókaútgefandi - bæði á Íslandi og í Danmörku. Hann skrifar um bækur og alþjóðlegan bókaheim, ýmis menningarfyrirbæri - líka fótbolta.

Hvað varð um Graham Potter? spyrja margir fótboltaunnendur nú þegar liðið er næstum eitt ár síðan þessi listhneigði fótboltaþjálfari stjórnaði fótboltaliði frá hliðarlínunni. Chelsea var síðasti áfangastaður Potters en þaðan var hann rekinn þann 2. apríl árið 2023 eftir aðeins sjö mánuði í starfi. Potter mætti til Chelsea fullur af bjartsýni eftir glæsislegan þjálfaraferil í …

Í vikunni féll sýknudómur í Hollandi í réttarhöldum yfir þremur Belgum, svokölluðum loftslagsaktívístum, sem reyna með ýmsum aðferðum að vekja athygli á hversu skaðleg brennsla jarðeldsneytis er fyrir náttúruna. Vakti niðurstaða dómaranna töluverða athygli og jafnvel undrun.Þann 27. október í fyrra límdi tríóið sig fast við málverk hollenska listamannsins Johannes Vermeer, Stúlkan með perlueyrnalokkana og kastaði …

Árið 2020 fóru að berast fréttir af því að undarlegar þriggja metra háar málmsúlur hefðu fundist á mjög afskekktum stöðum víðsvegar um heim. Ein slík súla fannst í Rúmeníu, önnur á Isle of Wight og sú þriðja í Tyrklandi. Í nóvember árið 2020 fannst svo enn ein málmsúla langt úti í Utah-eyðimörkinni. Hún var þriggja …

Fáir listamenn hafa verið jafn duglegir og Banksy að verða sér úti um fjölmiðlaumtal og þeir eru ófáir dálkarnir sem dagblöðin hafa lagt undir þennan dularfulla listamann. Árum saman hafa áhugamenn um graffitílist velt því fyrir sér hver sé maðurinn á bak við listamannsnafnið. Árið 2003 tók blaðamaðurinn Simon Hattenstone, sem þá vann fyrir breska …

Árið 2003 kom út bók í Bandaríkjunum, sem öllum á óvart, átti eftir að seljast í 80 milljónum eintaka og valda þvílíku fjaðrafoki að annað eins hefur varla sést hvorki fyrr eða síðar. Það var rithöfundurinn Dan Brown, þá fremur óþekktur höfundur og mislukkaður trúbadúr, sem vakti þessa miklu athygli með útgáfu á sinni þriðju …

Það var árið 1999, eða fyrir 25 árum, sem  rithöfundurinn Gabriel García Márques birti smásögu í kólumbísku tímariti sem fjallaði um miðaldra konu, Ana Magdalena Bach. Sagan var kynnt sem fyrsti kafli í bók sem skáldið væri að vinna að. Aðalpersóna sögunnar var áðurnefnd Ana Magdalena sem hafði tekið upp á því að ferðast þann …

Undanfarnar vikur hefur það vakið athygli í Danmörku að lítil bókabúð í Kaupmannahöfn, Tranquebar,  birtir nokkrar heilsíðuauglýsingar í Politiken, JyllandsPosten og fleiri útbreiddum dönskum dagblöðum þar sem hvatt er til svokallaðrar „Techfaste" (tækniföstu). Heilsíðuauglýsingar í þessum virðulegu og mikilvægu miðlum kostar jafnvirði nærri því einnar milljónar íslenskra króna og vekur það að sjálfsögðu undrun meðal …

Hingað til hefur ítalska B-deildarliðið Como ekki þótt sérlega áhugavert fótboltafélag þótt leikvangur liðsins sé á einum fegursta stað Ítalíu, í borginni Como við samnefnt stöðuvatn. Svæðið við Comovatn er nefnilega einn eftirsóttasti sumardvalarstaður hinna ríku og frægu; George Clooney og aðrar stórstjörnur verja sumrum sínum þar með glamúr og stæl. Saga Como-fótboltafélagsins einkennist hins …

Árið 1970 barst Pattie Boyd nafnlaust og dularfullt ástarbréf frá einhverjum sem þráði hana afar heitt. Vandinn var bara sá að Pattie var þegar gift öðrum manni og ekki ófrægum; hún og George Harrison gítarleikari The Beatles höfðu búið saman í sex ár þegar bréfið barst Pattie.  „Ég skrifa þér þessa orðsendingu í þeim megintilgangi …

Biðinni er brátt lokið og eftirvæntingarfullir aðdáendur írska rithöfundarins Sally Rooney getað andað léttar því að í liðinni viku var tilkynnt af The Wylie Agency, umboðsskrifstofu rithöfundarins, að ný bók væri væntanleg frá henni þriðjudaginn 24. september 2024.  Alex Bowler, talsmaður Faber & Faber, enska forlags rithöfundarins, sendi líka frá sér tilkynningu í tilefni af væntanlegri  …

Með hjálp málgreiningarforrits og athugun á orðanotkun hefur Lapo Lappin komist að því að tvær af vinsælustu bókum Camillu geta varla verið skrifaðar af höfundinum sjálfum og bendir Lappin á að textinn líkist mjög textum eftir annan rithöfund, Pascal Engman. Sjálf neitar Camilla (og það gerir Pascal einnig) öllum ásökunum og telur þær vera ávöxt öfundar …

Í febrúar léku þýsku fótboltaliðin Hansa Rostock og Hamburger Sport Verein (HSV) á heimavelli Hansa í Rostock. Bæði liðin eru gömul stórveldi á fótboltavellinum en eru nú í nokkrum öldudal og leika í annarri deild þýska fótboltans. Leikurinn endaði 2-2 sem voru auðvitað töluverð vonbrigði fyrir lið Hamborgar því þeir keppast við að komast aftur …

Hún er svo vinsæl, bandaríski rithöfundurinn Sarah J. Maas, að þegar þriðja bindið í Crescent City-bókaflokknum kom út þann 30. janúar síðastliðinn stóðu aðdáendur hennar í löngum röðum í vetrarkuldanum fyrir framan bókabúðirnar sem höfðu ákveðið að opna búðir sínar á miðnætti á útgáfudeginum í New York og víðar um Bandaríkin. Þessar raðir fyrir framan …

Tónlistarmaðurinn hefur á þessum árum lagt inn 689 lög í eigin nafni. En þrátt fyrir afar litlar vinsældir hefur maðurinn fengið útborgaðar um það bil sem svarar 90 milljónum íslenskra króna frá streymisveitunum vegna þess hve oft lögin hafa verið spiluð. Til að fá útborgað um eitt hundrað krónur frá tónlistarstreymisveitu þarf lag að vera …

Það vakti athygli að fáum dögum eftir lát eins af þekktari ritstjórum The New York Times, Joseph Lelyveld, streymdu inn á Amazon-netverslunina fjölmargar nýjar ævisögur ritstjórans. Lelyveld lést í janúar í ár og þegar bróðir hans Michael fór inn á netið fáum dögum eftir útför Josephs til að sjá hvernig samferðarmenn minntust bróðurins tók hann eftir …

Árið 1952 kom út bók á Ítalíu sem bar þann fallega titil Allir okkar liðnu dagar. Í rauninni heitir bókin á ítalska frummálinu Tutti i nostri ieri, sem í beinni þýðingu væri: Allir okkar gærdagar. Bókin sem var skrifuð af ítalska rithöfundinum Natalia Ginzburg var meira eða minna gleymd af heiminum. Árið 2023 gekk bókin skyndilega og …

Hann var nýorðinn 14 ára gamall þegar eitt af stóru félögunum í Belgíu, Genk, hafði samband við hann og bauð honum pláss í fótboltaakademíunni sem hafði þá mjög góðan orðstír. Það tók Kevin de Bruyne nokkurn tíma að sannfæra foreldra sína um að það væri góð hugmynd fyrir hann að flytja frá Drongen til að …

Ofninn er fornlegur enda meira en 70 ára gömul rússnesk uppfinning. Inni í ofninum er lofttæmt rými í laginu eins og kleinuhringur og er það fyllt með sömu rafgösum og sólin er búin til úr. Í gegnum lítinn glugga á ofninum er hægt að fylgjast með rafgösunum, sem líta út eins og bleik þoka, þjóta …

Komdu í áskrift

Með áskrift að FF7 færðu aðgang að öllum þeim frásögnum og fréttum sem við skrifum. Áskrifendur fá einnig reglulega sent fréttabréf.

Nú þegar áskrifandi? Mín síða