Samfélagsmiðlar

Frásagnir

ForsíðaFrásagnir

Útblástur gróðurhúsalofttegunda í Bretlandi hefur ekki verið minni síðan 1879, samkvæmt nýrri greiningu Carbon Brief. Bráðabirgðatölur benda til að útblástur í Bretlandi hafi minnkað um 5,7 prósent á síðasta ári frá árinu á undan. Það þýðir að leita þarf allt aftur til tíma Viktoríu drottningar til þess að finna sambærilegar tölur um árslosun.  Árið 1879 var …

Árið 2020 fóru að berast fréttir af því að undarlegar þriggja metra háar málmsúlur hefðu fundist á mjög afskekktum stöðum víðsvegar um heim. Ein slík súla fannst í Rúmeníu, önnur á Isle of Wight og sú þriðja í Tyrklandi. Í nóvember árið 2020 fannst svo enn ein málmsúla langt úti í Utah-eyðimörkinni. Hún var þriggja …

Fáir listamenn hafa verið jafn duglegir og Banksy að verða sér úti um fjölmiðlaumtal og þeir eru ófáir dálkarnir sem dagblöðin hafa lagt undir þennan dularfulla listamann. Árum saman hafa áhugamenn um graffitílist velt því fyrir sér hver sé maðurinn á bak við listamannsnafnið. Árið 2003 tók blaðamaðurinn Simon Hattenstone, sem þá vann fyrir breska …

Árið 2003 kom út bók í Bandaríkjunum, sem öllum á óvart, átti eftir að seljast í 80 milljónum eintaka og valda þvílíku fjaðrafoki að annað eins hefur varla sést hvorki fyrr eða síðar. Það var rithöfundurinn Dan Brown, þá fremur óþekktur höfundur og mislukkaður trúbadúr, sem vakti þessa miklu athygli með útgáfu á sinni þriðju …

Það var árið 1999, eða fyrir 25 árum, sem  rithöfundurinn Gabriel García Márques birti smásögu í kólumbísku tímariti sem fjallaði um miðaldra konu, Ana Magdalena Bach. Sagan var kynnt sem fyrsti kafli í bók sem skáldið væri að vinna að. Aðalpersóna sögunnar var áðurnefnd Ana Magdalena sem hafði tekið upp á því að ferðast þann …

Undanfarnar vikur hefur það vakið athygli í Danmörku að lítil bókabúð í Kaupmannahöfn, Tranquebar,  birtir nokkrar heilsíðuauglýsingar í Politiken, JyllandsPosten og fleiri útbreiddum dönskum dagblöðum þar sem hvatt er til svokallaðrar „Techfaste" (tækniföstu). Heilsíðuauglýsingar í þessum virðulegu og mikilvægu miðlum kostar jafnvirði nærri því einnar milljónar íslenskra króna og vekur það að sjálfsögðu undrun meðal …

Hingað til hefur ítalska B-deildarliðið Como ekki þótt sérlega áhugavert fótboltafélag þótt leikvangur liðsins sé á einum fegursta stað Ítalíu, í borginni Como við samnefnt stöðuvatn. Svæðið við Comovatn er nefnilega einn eftirsóttasti sumardvalarstaður hinna ríku og frægu; George Clooney og aðrar stórstjörnur verja sumrum sínum þar með glamúr og stæl. Saga Como-fótboltafélagsins einkennist hins …

Senn líður að því að ný aðgerðaráætlun í loftslagsmálum verði kynnt á Íslandi, en fjögur ár eru liðin síðan núgildandi aðgerðaráætlun var uppfærð. Búist er við að hin nýja aðgerðaráætlun líti dagsins ljós á allra næstu dögum eða vikum. Áhugafólk um loftslagsmál er því æði spennt þessa dagana.  Það er auðvitað upplagt meðan beðið er, að fara …

Árið 1970 barst Pattie Boyd nafnlaust og dularfullt ástarbréf frá einhverjum sem þráði hana afar heitt. Vandinn var bara sá að Pattie var þegar gift öðrum manni og ekki ófrægum; hún og George Harrison gítarleikari The Beatles höfðu búið saman í sex ár þegar bréfið barst Pattie.  „Ég skrifa þér þessa orðsendingu í þeim megintilgangi …

Biðinni er brátt lokið og eftirvæntingarfullir aðdáendur írska rithöfundarins Sally Rooney getað andað léttar því að í liðinni viku var tilkynnt af The Wylie Agency, umboðsskrifstofu rithöfundarins, að ný bók væri væntanleg frá henni þriðjudaginn 24. september 2024.  Alex Bowler, talsmaður Faber & Faber, enska forlags rithöfundarins, sendi líka frá sér tilkynningu í tilefni af væntanlegri  …

Með hjálp málgreiningarforrits og athugun á orðanotkun hefur Lapo Lappin komist að því að tvær af vinsælustu bókum Camillu geta varla verið skrifaðar af höfundinum sjálfum og bendir Lappin á að textinn líkist mjög textum eftir annan rithöfund, Pascal Engman. Sjálf neitar Camilla (og það gerir Pascal einnig) öllum ásökunum og telur þær vera ávöxt öfundar …

Í febrúar léku þýsku fótboltaliðin Hansa Rostock og Hamburger Sport Verein (HSV) á heimavelli Hansa í Rostock. Bæði liðin eru gömul stórveldi á fótboltavellinum en eru nú í nokkrum öldudal og leika í annarri deild þýska fótboltans. Leikurinn endaði 2-2 sem voru auðvitað töluverð vonbrigði fyrir lið Hamborgar því þeir keppast við að komast aftur …

Þetta eru ískyggilegar fréttir fyrir Íslendinga og aðrar þjóðir landanna sem liggja að Norður-Atlantshafi. Það er hluti af kjarngóðu og upplýstu uppeldi allra landsmanna að heyra um mikilvægi Golfstraumsins - helst snemma í frumbernsku, og landsmenn eru minntir á mikilvægi hans reglulega út æviskeiðið. Golfstraumurinn liggur frá Karíbahafinu og hingað norður eftir og gerir það …

Hún er svo vinsæl, bandaríski rithöfundurinn Sarah J. Maas, að þegar þriðja bindið í Crescent City-bókaflokknum kom út þann 30. janúar síðastliðinn stóðu aðdáendur hennar í löngum röðum í vetrarkuldanum fyrir framan bókabúðirnar sem höfðu ákveðið að opna búðir sínar á miðnætti á útgáfudeginum í New York og víðar um Bandaríkin. Þessar raðir fyrir framan …

Það vakti athygli að fáum dögum eftir lát eins af þekktari ritstjórum The New York Times, Joseph Lelyveld, streymdu inn á Amazon-netverslunina fjölmargar nýjar ævisögur ritstjórans. Lelyveld lést í janúar í ár og þegar bróðir hans Michael fór inn á netið fáum dögum eftir útför Josephs til að sjá hvernig samferðarmenn minntust bróðurins tók hann eftir …

Árið 1952 kom út bók á Ítalíu sem bar þann fallega titil Allir okkar liðnu dagar. Í rauninni heitir bókin á ítalska frummálinu Tutti i nostri ieri, sem í beinni þýðingu væri: Allir okkar gærdagar. Bókin sem var skrifuð af ítalska rithöfundinum Natalia Ginzburg var meira eða minna gleymd af heiminum. Árið 2023 gekk bókin skyndilega og …

Hann var nýorðinn 14 ára gamall þegar eitt af stóru félögunum í Belgíu, Genk, hafði samband við hann og bauð honum pláss í fótboltaakademíunni sem hafði þá mjög góðan orðstír. Það tók Kevin de Bruyne nokkurn tíma að sannfæra foreldra sína um að það væri góð hugmynd fyrir hann að flytja frá Drongen til að …

Rafhleðsla, ferðamannarúta

Við höldum áfram að skoða fullyrðingar um raforkuskort á Íslandi. Í þessari þriggja greina atlögu að viðfangsefninu hefur verið lagt út frá umræðu á Alþingi frá því í nóvember 2023.  Þar lýsti þingkona Framsóknarflokksins, Ingibjörg Isaksen, yfir áhyggjum af því að í náinni framtíð yrði ekki nægilega mikið virkjað til að mæta fyrirsjáanlegri eftirspurn samvæmt …