Samfélagsmiðlar

Frásagnir

ForsíðaFrásagnir

Fyrir nokkrum mánuðum tók Carl Blomqvist upp á því að búa til stutt myndbönd sem hann birti á TikTok og Instagram. Í myndböndunum mælir hann með tilteknum bókum og hvetur jafnaldra sína til að lesa meira. En hann gekk skrefinu lengra en bara að búa til stutt hvatningarmyndbönd. Í lok september á síðasta ári hélt …

Eins og alþekkt er orðið gengst Barack Obama upp í því að vera gífurlegur menningarneytandi, bókaormur og bíónörd og mikill talsmaður bóklestrar og kvikmyndaáhorfs. Á meðan hann sinnti embætti forseta Bandaríkjanna frá árinu 2009 til 2017 sagðist hann hafa sett sér það markmið að lesa að minnsta kosti eina bók á viku. Barack Obama hefur …

Fyrir skemmstu ákvað fyrrum fyrirliði knattspyrnufélagsins Liverpool, Jordan Henderson, að rífa í sundur gífurlega rausnarlegan samning sem hann skrifað undir sex mánuðum fyrr við sádi-arabíska fótboltaliðið Al-Ettifaq. Samningurinn hefði tryggt Henderson 122 milljónir ÍKR í vikulaun í þrjú ár. Í staðinn undirritaði hann nýjan samning við hollenska liðið Ajax þar sem honum bauðst sjöfalt lægri …

Það hefur ekki farið framhjá mörgum að Danmörk hefur fengið nýjan kóng, Friðrik X. Þann 14. janúar tók hann við krúnunni af móður sinni, Margréti Danadrottningu. En aðeins þremur dögum eftir að Friðrik setti kóngakórónuna á kollinn hefur hann gefið út bók. Bókin ber titilinn „Kongeord“ og fjallar um þær hugmyndir og vangaveltur sem Friðrik …

Þegar Bítladellan er á háu stigi dugar ekki tónlistin heldur leggst maður í bækur, greinar og viðtöl við þessa fjóra stráka frá Liverpool. Áhrif Bítlanna á tónlistarsköpun, sjálfsmynd heillar kynslóðar, lífsviðhorf og stíl eru mikil. Margir af eldri kynslóðinni supu hveljur yfir vinsældum hljómsveitarinnar sem losaði um hömlur sem ungviði eftirstríðsáranna hafði búið við. George …

Victor Osimhen

Samkvæmt kenningum þeirra sem rannsaka hin svokölluðu árangursfræði (successology) eru afkomendur þeirra sem eru frægir, ríkir, bestir, flottastir, gáfaðastir, áhrifaríkastir og eftirsóttastir líklegastir til að verða frægir, ríkir, bestir, gáfaðastir, flottastir, áhrifaríkastir og eftirsóttastir. Þetta er kallað hringrás velgengninnar. Þetta hljómar einfalt en er ekki alltaf jafn einfalt og fræðin segja því að leiðinni til …

Þessir væntanlegu tónleikar hafa þegar haft töluverð áhrif í Evrópu. Til dæmis hefur verð á hótelgistingu í Frakklandi og Spáni þegar rokið upp úr öllu valdi og er verðhækkunin svo svakaleg að þess sjást merki í verðbólguþróun ríkjanna. Evrópskir stjórnmálamenn hafa sumir, meira í gríni en alvöru, íhugað að biðja Taylor Swift að afboða komu …

Það vakti nokkra athygli í kringum síðustu Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, sem fram fór í Dubai í desember — COP28— hversu margir Íslendingar voru á ráðstefnunni. Samninganefnd Íslands í loftslagsmálum fór vissulega á ráðstefnuna, eins og henni ber skylda til ásamt viðeigandi ráðherrum og fylgdarliði. Eins voru þarna fulltrúar viðeigandi stofnana, fræðasamfélagsins og náttúruverndarsamtaka.  Stærsti hlutinn …

Mánudaginn 8. janúar áttu að hefjast réttarhöld gegn Hadi Matar sem er ákærður fyrir að hafa ráðist á rithöfundinn Salman Rushdie á sviði í New York í fyrra. Nú hefur réttarhöldunum hins vegar verið frestað í óákveðinn tíma þar sem Salman Rushdie hefur skrifað 224 síðna langan vitnisburð  um þessa skelfilegu hnífsárás. Verða skrifin gefin …

„Staða hans í heiminum var á milli kanslarans og Guðs, það er að segja rétt fyrir neðan Guð en langt fyrir ofan kanslarann.“ Svona er nú talað um knattspyrnugoðið Franz Beckenbauer sem lést þann 7. janúar. Dauði hans eru slík stórtíðindi að sjónvarpsstöðvar í Þýskalandi hafa ýtt áætluðum útsendingum til hliðar til að gera lífi …

Á fyrstu dögum nýs árs var haft eftir Bryndísi Loftsdóttur, framkvæmdastjóra Félags íslenskra bókaútgefenda, í fjölmiðlum að bóksala hefði gengið vel á Íslandi árið 2023. Taldi hún að bóksala hafi aukist um 1-2 prósent frá árinu á undan. Hingað til hefur verið algjör skortur á tölfræðigögnum um sölu bóka á Íslandi og því er kannski …

Árið 2013 birti tímaritið Times ljósmynd af bústinni býflugu sem virtist vera á hraðferð útúr myndinni. Það var væntanlega engin tilviljun að flugan var á leiðinni í burt, þannig átti myndbyggingin sennilega að vera. Myndatextinn hljóðaði eitthvað á þessa leið: „Heimur án býflugna. Fæðuforðabúr heimsins tæmast brátt ef við finnum ekki hvað veldur fjöldadauða býflugnanna.“ …

Orð John Waters fengu aukið vægi þegar hin virta stofnun Change Research í San Francisco gerði nýlega stóra rannsókn á hegðun og skoðunum fólks á aldrinum 18-34 ára. Rannsókn sýndi nefnilega að 95 prósent allra kvenna á þessu aldursbili og 91 prósent allra karlmanna á sama aldri þykir lestur eða bókaáhugi eitt allra besta merki …

Rithöfundurinn Colleen Hoover og bækur hennar eru alls staðar. Leið þessa 46 ára Texasbúa til frægðar er bæði sérstök og lygasögu líkust. Hún var 31 árs þegar hún hóf að skrifa fyrstu bók sína. Hún bjó á þeim tíma í hjólhýsi með manni sínum, flutningabílstjóranum William Heath, og þremur drengjum þeirra. Hrein tilviljun réði því …

Það eru margar og mismunandi ástæður fyrir því að sumir listamenn velja að birta verk sín undir dulnefni og fela sig bak við annað nafn en sitt eigið. Margir hafa gefið út bækur undir tilbúnum nöfnum og minnka þannig þann ótta sem fylgir því að gefa út undir eigin nafni og komast hjá hugsanlegri niðurlæginu …

Fyrir nokkrum árum var hinn þekkti fjárfestir og milljarðamæringur Warren Buffett spurður að því hvert væri leyndarmálið að baki velgengni hans. Bæði spyrjandinn og Warren Buffett litu svo á að allt hans ríkidæmi væri merki um mikla velgengni í lífinu. Samkvæmt nýjasta mati á eigum auðkýfingsins eru þær metnar á 180 milljarða bandaríkjadala (25.000 milljarða …

Því fylgja augljóslega kolefnisspor að fljúga milli landa - og síðan neyta og njóta í gistilandinu. Einfaldasta ráðið til að fækka þessum sporum er þá eflaust að draga úr ferðalögum, halda sig heima og klára afganga úr frystinum. En hver yrðu áhrifin af því ef ferðalög legðust af - eða því sem næst? Þá ber …