Samfélagsmiðlar

Frásagnir

ForsíðaFrásagnir

Orð John Waters fengu aukið vægi þegar hin virta stofnun Change Research í San Francisco gerði nýlega stóra rannsókn á hegðun og skoðunum fólks á aldrinum 18-34 ára. Rannsókn sýndi nefnilega að 95 prósent allra kvenna á þessu aldursbili og 91 prósent allra karlmanna á sama aldri þykir lestur eða bókaáhugi eitt allra besta merki …

Rithöfundurinn Colleen Hoover og bækur hennar eru alls staðar. Leið þessa 46 ára Texasbúa til frægðar er bæði sérstök og lygasögu líkust. Hún var 31 árs þegar hún hóf að skrifa fyrstu bók sína. Hún bjó á þeim tíma í hjólhýsi með manni sínum, flutningabílstjóranum William Heath, og þremur drengjum þeirra. Hrein tilviljun réði því …

Það eru margar og mismunandi ástæður fyrir því að sumir listamenn velja að birta verk sín undir dulnefni og fela sig bak við annað nafn en sitt eigið. Margir hafa gefið út bækur undir tilbúnum nöfnum og minnka þannig þann ótta sem fylgir því að gefa út undir eigin nafni og komast hjá hugsanlegri niðurlæginu …

Fyrir nokkrum árum var hinn þekkti fjárfestir og milljarðamæringur Warren Buffett spurður að því hvert væri leyndarmálið að baki velgengni hans. Bæði spyrjandinn og Warren Buffett litu svo á að allt hans ríkidæmi væri merki um mikla velgengni í lífinu. Samkvæmt nýjasta mati á eigum auðkýfingsins eru þær metnar á 180 milljarða bandaríkjadala (25.000 milljarða …

Því fylgja augljóslega kolefnisspor að fljúga milli landa - og síðan neyta og njóta í gistilandinu. Einfaldasta ráðið til að fækka þessum sporum er þá eflaust að draga úr ferðalögum, halda sig heima og klára afganga úr frystinum. En hver yrðu áhrifin af því ef ferðalög legðust af - eða því sem næst? Þá ber …

Íslenskur bókamarkaður hefur nokkra sérstöðu á heimsvísu þar sem um það bil 80 prósent af allri bóksölu fer fram á þrjátíu dögum; frá 24. nóvember til 24 desember. Þetta hefur sína kosti og sína galla. Mikil bókastemmning getur skapast fyrir jólin þar sem þorri almennings verður var við bókaiðnaðinn; bókaauglýsingar eru áberandi, rithöfundar keppast við …

Á nýjum bóksölulista Eymundsson vekur athygli að bók Ólafs Jóhanns Ólafssonar, Snjór í paradís, situr sem fastast á toppi listans. Að vísu er ekki í frásögur færandi að bækur Ólafs Jóhann seljist eins og heitar lummur á Íslandi. Allt frá því hann gaf út sína fyrstu bók Níu lyklar árið 1986 hefur höfundurinn verið fastur gestur á tindi …

Ýmislegt hefur komið bókaáhugamönnum skemmtilega á óvart í yfirstandandi bókaflóði og má nefna mikinn sigur Bjarts-Veraldar á metsölulistum landsmanna. Fjórar bækur útgáfufyrirtækisins  (Frýs í æðum blóð, Yrsa Sigurðardóttir, Snjór í Paradís, Ólafur Jóhann Ólafsson, Hvítalogn, Ragnar Jónasson og Heim fyrir myrkur, Eva Björg Ægisdóttir) eru í efstu sex sætum skáldverkalistans.  Sigurganga Eiríks Arnar Norðdahl með Náttúrulögmálin hefur vakið athygli, einnig árangur bókaforlagsins …

Oft heyrist á áhugamönnum um útgáfu bóka að nú, þegar jólin eru alveg á næsta leyti, að það sé orðið þreytt á því að hitta alltaf sama fólkið í þessum standandi útgáfuhófum. „Bara ef það væru nú stólar,“ dæsti einn af eldri rithöfundum þjóðarinnar þegar hann hafði staðið nokkuð lengi með volga hvítvínsglasið sitt á …

Í upphafi jólabókavertíðar var töluvert rætt og ritað um að nú væri tími stuttu bókanna. 500 síðna doðrantar ættu ekki lengur upp á pallborðið hjá lesendum sem á síðari tímum eiga erfitt að einbeita sér lengur en tvær mínútur í senn. Lestur langra bóka er því mörgum jafn torveld raun og að ganga upp á efsta tind …

Það eru gerðar þúsund rannsóknir og aðrar þúsund rannsóknir og niðurstaðan er alltaf sú sama: Drengir, og karlmenn almennt, eru að dragast aftur úr úr kvenkyninu á flestum sviðum samfélagsins. Sérstaklega þegar kemur að árangri í skóla, menntun, lestri bóka og þátttöku í menningarlífi. Um 25 prósent karla opna aldrei bók, hvorki fagbók né fagurbókmenntir, …

Hinn nýbakaði Nóbelsverðlaunahafi í bókmenntum, Jon Fosse, er bóndasonur. Hann ólst upp á litlum bóndabæ við Strandebarm á vesturströnd Noregs og átti hamingjuríka æskudaga þar. Þó lenti hann í alvarlegu óhappi þegar hann var sjö ára og var nær dauða en lífi. Vetrardag einn átti Jon Fosse einhver erindi með glerflösku fulla af appelsínusafa út …

Fyrir nokkrum dögum var haldin samkoma í London á samkomustað sem kallast Old Billingsgate. Mörg hundruð prúðbúnir einstaklingar biðu í ofvæni eftir því að formaður dómnefndar Bookerverðlaunanna gengi í pontu til að tilkynna heiminum hver hefði hlotið þann mikla heiður að hreppa hin eftirsóttu bókmenntaverðlaun – og 50.000 pund. Samkvæmt veðbönkum var Paul Lynch, írskur …

Fólkið á skráningarborðinu tók mér vel, það voru engar raðir og merkingar skýrar. Ég var kominn með passann um hálsinn og mættur á loftslagsráðstefnuna í Dúbæ. Ég gekk vasklega inn í stærsta ráðstefnusalinn á svæðinu, þann allra fínasta, framhjá fánum og fyrirmennum og áhrifavöldum að taka sjálfur með flóknum tæknibúnaði, og settist niður. Leit upp …

Klukkan 02:08 í nótt voru tveir menn handteknir í bíl fyrir utan Marriott-hótelið inni í miðri Kaupmannahöfn. Í bílnum fannst mikið magn af því sem lögreglan kallar „ólöglegir flugeldar“. Þótt enn sé langt til áramóta kom þessi flugeldafundur lögreglunni ekki sérlaga mikið á óvart því snemma á sunnudag bókuðu leikmenn tyrkneska fótboltaliðsins Galatasaray sig inn …

Rebecca Yarros er sex barna móðir. Hún þjáist af sjaldgæfum sjúkdómi sem kallast Ehlers-Danlos og hún á erfitt með svefn. Í mörg ár hefur hún vaknað um miðjar nætur og legið andvaka tímunum saman. Á hinum svefnlausu nóttum vandi hún sig á að setjast upp og lesa svokallaðar ástarsögur eða romance á fræðimáli bókaútgefenda. Þegar …